FA beitti sér fyrir samþykkt þriðja orkupakkans

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Félagið beitti sér fyrir samþykkt þriðja orkupakkans svokallaða, EES-reglum sem kveða fyrst og fremst á um aukna vernd neytenda á orkumarkaði. FA færði rök fyrir því að það myndi setja EES-samninginn og þar með hagsmuni íslensks atvinnulífs í uppnám að hafna orkupakkanum, enda væri slíkt algjörlega ástæðulaust.

FA var fyrstu samtökin í atvinnulífinu sem beindi kastljósinu að mikilvægi orkupakkans með fjölsóttum fundi sem haldinn var í byrjun árs. Félagið vann síðan ötullega ásamt Íslensk-evrópska viðskiptaráðinu að því að hrekja rangfærslur um orkupakkann og koma réttum upplýsingum á framfæri. Félagið fagnaði að sjálfsögðu samþykkt orkupakkans á þingi um haustið.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Þriðji orkupakkinn er ekki stóra breytingin

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að raforkulöggjöf Evrópusambandsins, sem tekin hafi verið upp í EES-samninginn, hafi haft í för með sér miklar umbætur á íslenskum orkumarkaði og þjónað íslenskum hagsmunum vel. Stóra breytingin í þeim efnum hafi orðið með raforkulögum, sem sett voru 2003, en þriðji orkupakkinn svokallaði sé aðeins viðbót við þá stóru breytingu. Á fundi FA og Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins í morgun undirstrikaði …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ekkipakkinn

Úr Búrfellsvirkjun. Ljósmynd: R. Bartz

Miklu moldviðri hefur verið þyrlað upp vegna hins svokallaða þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Því hefur verið haldið fram að þessi löggjöf, sem Ísland hefur þegar samþykkt að taka upp í EES-samninginn, muni þýða að Ísland missi forræði á orkuauðlindunumstjórnarskráin verði brotinsæstrengur óhjákvæmilega lagður til landsins, orkuverð muni hækka og íslenzk garðyrkja verði lögð í rúst. Þetta er býsna svört mynd.

Forsvarsmönnum Félags atvinnurekenda og Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins fannst vanta á að þriðji orkupakkinn …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tilefnis- og ábyrgðarlaust að viðra hugmyndir um uppsögn EES

Það er tilefnis- og ábyrgðarlaust að viðra hugmyndir um að endursemja um EES-samninginn eða segja samningnum upp, til dæmis vegna hins svokallaða þriðja orkupakka Evrópusambandsins eða dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar um að Íslandi beri að fara að ákvæðum samningsins um frjáls viðskipti með búvörur. „Þessi mál eru ekki þannig vaxin að nokkur ástæða sé til að setja mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar í uppnám,“ …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Notið orkuna í annað

Kjör Trumps, Brexit, uppgangur lýðskrumsflokka – allt eru þetta greinar af sama meiði. Eftir efnahagshrunið 2008 er frjórri jarðvegur en áður á Vesturlöndum fyrir prédikara sem kenna frjálsum viðskiptum og alþjóðasamstarfi – eða bara útlendingum – um ófarir sínar og annarra. Þeir búa gjarnan til ósannar sögur af óvinum fólksins til að geta sjálfir brugðið sér í líki bjargvættarins …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hagur atvinnulífsins að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar

Félag atvinnurekenda hvetur til þess í umsögn til Alþingis að þingsályktunartillaga um innleiðingu þriðja orkupakkans verði samþykkt. Félagið leggur áherslu á hagsmuni atvinnulífsins af EES-samningnum og að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum. FA hvetur þingið til að samþykkja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra og tengd mál, sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur lagt fram …[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/44DTwu2PNZ8″ title=“Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay“][vc_video link=“https://youtu.be/s08Bc05unQc“ title=“Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima „][vc_video link=“https://youtu.be/gb7VBcElf5U“ title=“Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna“][/vc_column][/vc_row]