FA bregst við skýrslu um dagvörumarkaðinn

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Stjórn FA brást við skýrslu Samkeppniseftirlitsins um samkeppni á dagvörumarkaði með ályktun, þar sem skýrslunni og ábendingum í henni var fagnað.

FA hét því að beita sér fyrir milliliðalausu samtali milli dagvörubirgja í sínum röðum og Samkeppniseftirlitsins og efndi í því skyni til fundar þar sem fulltrúar innflutningsfyrirtækja og samkeppnisyfirvalda skiptust á skoðunum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Stjórn FA bregst við skýrslu um dagvörumarkaðinn

Samkeppni-á-dagvörumarkaði-skýrslaStjórn Félags atvinnurekenda hefur samþykkt eftirfarandi ályktun:

Stjórn Félags atvinnurekenda hefur í framhaldi af útgáfu skýrslu Samkeppniseftirlitsins um samkeppni á dagvörumarkaði ákveðið að beita sér fyrir beinu samtali milli birgja á dagvörumarkaði innan raða FA og samkeppnisyfrvalda. Markmiðið er að bregðast við athugasemdum og ábendingum Samkeppniseftirlitsins varðandi samninga birgja og dagvöruverslana, sem fram koma í skýrslunni.

Stjórnin fagnar útgáfu skýrslunnar og mörgum þeim ábendingum sem þar koma fram af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þar á meðal er afnám samkeppnishamla í landbúnaði, uppbrot Mjólkursamsölunnar í smærri einingar, breytingar á útboði tollkvóta fyrir búvörur og afnám verndartolla, en allt eru þetta atriði sem munu auka samkeppni, hagsæld og velferð neytenda. FA tekur undir með Samkeppniseftirlitinu að lítið stoðar fyrir stjórnvöld að gagnrýna verðlag á matvöru ef þau eru sjálf ekki reiðubúin að grípa til aðgerða sem til þess eru fallnar að efla samkeppni.

Þá fagnar stjórn FA umræðu í skýrslunni um hvort endurskoða beri skilarétt dagvöruverslana á vörum, en Samkeppniseftirlitið telur slík ákvæði í samningum leiða til verðhækkunar og sóunar á mat; nær væri að verslanir lækkuðu verð viðkomandi vöru þegar hún nálgast síðasta söludag. Ennfremur er fagnaðarefni að Samkeppniseftirlitið efni til umræðu um að gæta beri að því að dagvöruverslun í sterkri stöðu geri ekki óhóflegar kröfur til þátttöku birgja í markaðs- og kynningarstarfi.

Félag atvinnurekenda tekur hvatningu Samkeppniseftirlitsins um að stuðla að bættri samkeppnismenningu innan sinna raða og vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að efla samkeppni á dagvörumarkaðnum, neytendum til hagsbóta. Félagið væntir þess að aðrir sem tilmæli Samkeppniseftirlitsins beinast að, þar með talin stjórnvöld, leggi jafnframt sitt af mörkum til að efla og styrkja frjálsa samkeppni á dagvörumarkaðnum.

Viðtal við Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra FA á Bylgjunni[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fundur dagvörubirgja og samkeppnisyfirvalda

FundurFélag atvinnurekenda efndi í morgun til fundar birgja á dagvörumarkaði og fulltrúa Samkeppniseftirlitsins. Til fundarins var boðað í framhaldi af útkomu skýrslu Samkeppniseftirlitsins um samkeppni á dagvörumarkaði.

Stjórn Félags atvinnurekenda fagnaði mörgu því sem fram kemur í skýrslunni og boðaði jafnframt að hún myndi beita sér fyrir beinu og milliliðalausu samtali birgja á dagvörumarkaði innan raða FA og samkeppnisyfirvalda. Fundurinn var liður í þeirri viðleitni.

Fulltrúar Samkeppniseftirlitsins höfðu framsögu á fundinum og kynntu efni skýrslunnar. Síðan urðu líflegar umræður, meðal annars um gildi skriflegra samninga birgja og smásala, skilarétt á ferskvöru sem leiðir til vörusóunar, forverðmerkingar og fleiri atriði. Fundurinn var gagnlegur og fengu fulltrúar birgja nánari útskýringar á ýmsum atriðum í skýrslunni.

Skýrslan inniheldur talsvert efnismiklar leiðbeiningar til aðila á dagvörumarkaði um hvernig samkeppni verði bezt tryggð. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins eru hins vegar líka fjölmargar ábendingar og tilmæli til stjórnvalda, sem ekkert hefur verið sinnt.

Í áðurnefndri ályktun stjórnar FA sagði: „Félag atvinnurekenda tekur hvatningu Samkeppniseftirlitsins um að stuðla að bættri samkeppnismenningu innan sinna raða og vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að efla samkeppni á dagvörumarkaðnum, neytendum til hagsbóta. Félagið væntir þess að aðrir sem tilmæli Samkeppniseftirlitsins beinast að, þar með talin stjórnvöld, leggi jafnframt sitt af mörkum til að efla og styrkja frjálsa samkeppni á dagvörumarkaðnum.“

Skýrsla Samkeppniseftirlitsins um dagvörumarkaðinn

[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]