FA fékk aðild að „þjóðarsamtalinu“

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Eftir ríkisstjórnarskipti snemma á árinu fékk FA aðild að „þjóðarsamtalinu“ um endurskoðun búvörusamninga ríkisins og Bændasamtakanna. Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður félagsins tók sæti í samráðshópi um endurskoðun samninganna og blandaði FA sér í umræður um búvörusamninga og stuðningskerfi landbúnaðarins, meðal annars vegna vanda sauðfjárbænda.

Eftir önnur ríkisstjórnarskipti undir lok ársins var samráðshópurinn lagður niður og tilkynnt að nýr hópur með helmingi færri fulltrúum yrði skipaður. FA lýsti furðu sinni á þeirri ákvörðun nýs landbúnaðarráðherra og spurði hvernig sú ráðstöfun ætti að stuðla að breiðu samtali og þjóðarsátt, eins og lagt var upp með þegar starfshópurinn var stofnaður.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA fær aðild að „þjóðarsamtalinu“ um búvörusamninga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra hefur skipað á nýjan leik í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Nýr ráðherra hefur orðið við óskum Félags atvinnurekenda um að félagið fengi aðild að því „þjóðarsamtali“ um landbúnaðinn sem boðað var til með stofnun hópsins, en fyrirrennari hennar svaraði aldrei erindi félagsins þessa efnis. Fulltrúi FA í nefndinni verður Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og starfsmaður félagsins.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Krafa um viðskiptafrelsi

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, skrifar langan pistil um lambakjöt í laugardagsblað Morgunblaðsins og segir þar meðal annars: „Ef framleiðslan verður minnkuð um 20% líkt og ríkisstjórnin virðist stefna að verður augljóslega enn frekari vöntun á þessum vörum [lærum og hryggjum] á næsta ári. Mun þá koma fram krafa frá Félagi atvinnurekenda um að fá að flytja inn lambakjöt í stórum stíl?[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Öfugt fæðuöryggi

Hagsmunaaðilar í landbúnaði og talsmenn þeirra í pólitíkinni reyna gjarnan að telja skattgreiðendum og neytendum trú um að landbúnaðarkerfið, með háum ríkisstyrkjum og tollmúrum, sé nauðsynlegt til að tryggja „fæðuöryggi“, að nógur matur verði til í landinu ef vá ber að höndum.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Verður „þjóðarsamtalið“ um búvörusamninga þrengt á ný?

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að leggja niður samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga, sem starfað hefur undanfarin misseri, og hyggst skipa nýjan hóp með sjö fulltrúum í stað þrettán.[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/bMTRyFMKo14″ title=“Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar“][vc_video link=“https://youtu.be/w_T91rKiOaE“ title=“Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)“][vc_video link=“https://youtu.be/lysrTgZEiIc“ title=“Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins“][/vc_column][/vc_row]