FA mun meira áberandi í fjölmiðlum

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Glaða FA logoiðEitt af þeim markmiðum sem stjórn og framkvæmdastjóri FA settu sér haustið 2014 var að félagið yrði meira sýnilegt og áberandi í fjölmiðlum og að frétt af því birtist að meðaltali einu sinni á dag.

Það markmið náðist á árinu og gott betur. Fréttir af félaginu í helstu fjölmiðlum árið 2015 eru 134% fleiri en 2014, samkvæmt úttekt fjölmiðlavaktar Creditinfo, fóru úr 224 í 524. Árið 2013 voru þær 137.

FA hækkaði jafnframt á listum yfir félög og fyrirtæki í fréttum Árið 2014 var FA í 264. sæti yfir lögaðila hvað varðar fjölda frétta og greina í fjölmiðlum, en var komið 138 sætum ofar árið 2015, eða í 126. sæti. Árið 2014 var FA í 8. sæti í umfjöllun um hagsmunasamtök og félög atvinnurekenda, en var í 6. sæti árið 2015.

Það er ekki markmið í sjálfu sér að FA sé áberandi í fjölmiðlum, en það eykur slagkraft hagsmunabaráttu félagsins í þágu félagsmanna og hefur auðveldað FA að ná til nýrra fyrirtækja og fjölga félagsmönnum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]