FA og SÍA fagna því að frumvarp um afnám banns við lyfjaauglýsingum í sjónvarpi var samþykkt á Alþingi.

LyfjamyndFA og SÍA fagna því að frumvarp um afnám banns við lyfjaauglýsingum í sjónvarpi var samþykkt á Alþingi.

Félag atvinnurekenda og samstarfsfélag þess, Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), fagna því að Alþingi hefur samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra  um að afnema bann við lyfjaauglýsingum í sjónvarpi.

Félögin hafa undanfarin ár bent á að bann við auglýsingum á lausasölulyfjum í sjónvarpi feli ekki eingöngu í sér takmörkun á viðskiptafrelsi, heldur sé það einnig brot á tjáningarfrelsi og rétti neytenda til upplýsinga. Þá stenst bannið ekki skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, en Evrópudómstóllinn hefur dæmt á þann veg í sambærilegu máli.

SÍA ritaði Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins í september 2013 og skoraði á ráðherra að aðhafast í málinu, ella yrði að leita atbeina dómstóla eða Eftirlitsstofnunar EFTA vegna málsins. „Við fögnum því að íslenska heilbrigðisráðherra hafi ásamt Alþingi bundið enda á  brot á Evrópureglum með þessum lögum,“ segir Valgeir Magnússon, formaður SÍA. „Bannið við lyfjaauglýsingum í sjónvarpi hefur alla tíð verið mjög sérkennilegt. Það eru engin sjáanleg rök fyrir því að taka einn miðil út úr og banna auglýsingar sem eru leyfðar í öllum öðrum miðlum.“  Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir mikilvægt að frumvarpið hafi verið samþykkt. Áður hefur komið fram tillaga á Alþingi um að afnema bannið og ekki náð fram að ganga. Þetta er mikilvægt skef til sanngirni í lagaumhverfni lyfjafyrirtækja og auglýsingastofa.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig lagasetningin er í dag en það sem er yfirstrikað fellur út:

  1. gr.Heimilt er að kynna og auglýsa lausasölulyf, þ.e. lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld, fyrir almenningi. [Óheimilt er þó að auglýsa lausasölulyf í sjónvarpi.]1) Auglýsingar um lausasölulyf skulu vera í samræmi við reglur Evrópska efnahagssvæðisins sem nánar er getið í reglugerð.

 

Deila
Tísta
Deila
Senda