FA á sjávarútvegssýningunni í Brussel

07.05.2019
Bjarndís Lárusdóttir skrifstofustjóri FA stendur að vanda vaktina í bás félagsins.

Félag atvinnurekenda tekur eins og undanfarin ár þátt í alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Brussel og eins og vanalega stendur Bjarndís Lárusdóttir skrifstofustjóri FA vaktina í bás félagsins ásamt fulltrúum félagsmanna. Tvö aðildarfyrirtæki FA sýna vörur sínar í bás félagsins, en það eru G. Ingason hf. og Íslenska útflutningsmiðstöðin hf.

Auk þeirra eru þrír félagsmenn FA með eigin bás á sýningunni, Smyril Line Ísland, Tríton og Menja.

Sjávarútvegssýningin, Seafood Expo Global, er nú haldin í 27. sinn og stendur dagana 7.-9. maí. Sýningin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og sækja hana um 29.000 gestir frá 152 löndum. 1.940 fyrirtæki frá 78 löndum sýna vörur sínar á sýningunni.

Íslandsstofa heldur utan um þátttöku íslensku fyrirtækjanna. Íslenski landsbásinn þekur 900 fermetra og skiptist nokkurn veginn jafnt á milli sýnenda sjávarafurða og véla, tækja og þjónustu.

Nýjar fréttir

Innskráning