Ávinningur fyrir félagsmenn

GAKKTU Í FÉLAGIÐ

Félag atvinnurekenda rekur öfluga hagsmunabaráttu. Þar má nefna öfluga lögfræðiþjónustu, starf faghópa og gerð umsagna um laga- og reglugerðarbreytingar. Félagið stendur einnig fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir stjórnendur og starfsfólk aðildarfyrirtækja. Þá er félagið aðili að kjarasamningum gagnvart VR, RSÍ, Lyfjafræðingafélagi Íslands og Grafíu. Hér sérðu nokkra góða punkta um ávinning fyrir félagsmenn:
 
Öflug lögfræðiþjónusta þar sem áhersla er lögð á réttindi félagsmanna og virðisauka til þeirra.  Þjónustan felur í sér:
 • Stefnugerð og málflutning
 • Rekstur mála gegn stjórnvöldum
 • Aðgangur að sérfræðingum á sviði
  • opinberra innkaupa og útboðsmála
  • tollaréttar
  • samkeppnisréttar
  • vinnuréttar
  • stjórnsýsluréttar

Ráðgjöf á sviði viðskipta

 • Yfirlestur samninga, ráðleggingar tengdar rekstri, úrvinnsla félagaréttarlegra mála, námskeið fyrir einstaka geira eða fyrirtæki um tiltekin mál.
Hagsmunabarátta fyrir félagsmenn. Dæmi um nýleg mál:
 • Barátta fyrir afnámi vörugjalda og tolla sem skilaði sér þegar vörugjöldin voru aflögð í byrjun árs 2015 og tollar á aðrar vörur en búvörur í byrjun árs 2017.
 • Barátta fyrir auknu frelsi í innflutningi landbúnaðarvara, lækkun tolla og stækkun tollkvóta. Sú barátta hefur meðal annars skilað sér í margföldun tollfrjálsra innflutningskvóta með tvíhliða tollasamningi við Evrópusambandið.
 • FA hefur beitt sér fyrir því að innkaup hins opinbera séu boðin út, til dæmis flugfargjöld, og oft haft erindi sem erfiði.
 • FA hefur aflað upplýsinga um stöðu gengislána fyrirtækja og hvatt til þess að klárað verði að greiða úr málum sem enn eru í ágreiningi milli bankanna og fyrirtækja.
 • Öflug barátta fyrir hagstæðara skattaumhverfi fyrirtækja. FA mótmælti hækkun tryggingagjalda, eitt samtaka atvinnurekenda, og hefur þrýst á sveitarfélögin að lækka fasteignagjöld á fyrirtæki. Síðarnefnda baráttan hefur á undanförnum árum skilað lækkun álagningarprósentu hjá tíu af tólf stærstu sveitarfélögum landsins.
 • Öflug barátta fyrir skynsamlegum sparnaði í lyfjainnkaupum hins opinbera.
 • FA hefur beitt sér fyrir skýrum reglum um eignarhald og afskipti banka af atvinnufyrirtækjum.
 • Jafnt aðgengi að hráefni á fiskmörkuðum þannig að eðlileg samkeppni í fiskvinnslu þrífist er eitt af áherslumálum félagsins.
 • FA hefur barist fyrir einföldun regluverks fyrirtækja og samkeppnismati, sem felur í sér að lagður sé mælikvarði jafnt á ný lagafrumvörp og gildandi löggjöf og metið hvort reglurnar dragi úr samkeppni eða efli hana. Samkeppnismat hefur nú verið tekið upp á afmörkuðum sviðum, þ.e. í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, en FA telur að það ætti að ná til allrar löggjafar um atvinnulífið.
 • FA setur samkeppni á markaði í öndvegi eins ofangreint ber með sér.
Námskeiðahald fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra. Námskeiðin eru haldin í samvinnu við Starfsmenntasjóð FA og VR.

Kjarasamningagerð við VR, Rafiðnaðarsambandið, Lyfjafræðingafélagið, Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum og Félag lykilmanna er á höndum félagsins.

Gakktu í félagið HÉR