Námskeið

Félagið stendur fyrir öflugu námskeiðahaldi fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra. Metnaður okkar er að ná til sem flestra starfsmanna og bjóða í því skyni upp á fjölbreytt námskeið.
Á vegum Félags atvinnurekenda er starfandi Starfsmenntasjóður verslunarinnar.  Fyrirtæki geta sótt um styrk fyrir starfsmenn sína (ekki bara fyrir VR félaga) sem eru innan ASÍ og eru aðilar að starfsmennasjóðum á Áttin.is  www.attin.is ef stigaeign fyrirtækja er fyrir hendi.
Næsta námskeið er:

Fimmtudaginn 27. október kl. 8:30 – 12:00

Nýjar víddir í stjórnun

Hvernig geta stjórnendur nýtt sér tilfinningagreind og núvitund á sviði stjórnunar til að ná framúrskarandi árangri?

Hvað er tilfinningagreind (emotional intelligence) og virk vitund (núvitund, árvekni, mindfulness)og hvaða áhrif hefur hún á þekkingaröflun, sköpunargleði, heilbrigði og árangur starfsmanna og fyrirtækis í heild.

Leiðbeinandi:Guðný Reimarsdóttir, framkvæmdastjóri Virkrar Vitundar ehf. er viðskiptafræðingur og hefur auk þess lokið MBA námi frá Háskóla Reykjavíkur

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér