Fyrri námskeið

Heimasíða sem selur:

Markmið: Að þátttakendur geti skipulagt heimasíðu þannig að hún hvetji til heimsókn og auki viðskipti

Leiðbeinendur: Jón Trausti Snorrason, framkvæmdastjóri Allra Átta og Björn Jóhannsson MSc Alþjóðaviðskipti, markaðsstjóri Allra Átta

…Nánar

 

 

Leitarvélabestun á mannamáli:

Markmið: Að þátttakendur geti skipulagt heimasíðu þannig að hún finnist sem best með leitarvélum og auki þannig viðskipti fyrirtækisins.

Leiðbeinendur: Jón Trausti Snorrason, framkvæmdastjóri Allra Átta og Björn Jóhannsson MSc Alþjóðaviðskipti, markaðsstjóri Allra Átta.

 

…Nánar

 

Hraðnámskeið í framsögn og kynningartækni

Markmið: – Mikilvægi áhrifaríkra samskipta í stjórnun og sölustarfi – Áhrifarík ræðumennska, kynningartækni og framsögn; nokkur grundvallaratriði – Helstu grunnatriði sem gera ræðumenn áheyrilega og skýra í framsögn – Mikilvægi þess að ná athygli strax í upphafi kynningar; nokkur góð ráð.

Leiðbeinandi: Thomas Möller hagverkfræðingur og framkvæmdastjóri Rýmis Ofnasmiðjunnar.

 

…Nánar           

 

 

Hraðnámskeið í verslunarstjórnun

Árangur verslunarinnar er mjög háð frammistöðu verslunarstjórans og þekkingu hans á grundvallaratriðum verslunarreksturs. Starf verslunarstjórans er líklega með fjölbreyttustu og áhugaverðustu störfum. En verslunarstjórar þurfa að mennta sig og afla sér þekkingar eins og aðrir. Hér er loksins komið námskeið fyrir verslunarstjóra þar sem farið er yfir helstu atriði árangursríkrar verslunarstjórnunar á aðeins 3 klukkustundum.

Leiðbeinandi: Thomas Möller hagverkfræðingur og framkvæmdastjóri Rýmis Ofnasmiðjunnar.

 

…Nánar

 

8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum © :

 Markmið: Umfjöllunin á námskeiðinu beinist fyrst og fremst að tölvupóstsamskiptum því þau eiga sér langa sögu í samskiptum fyrirtækja og einstaklinga.

Leiðbeinandi: Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur ehf. Margrét er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði frá University of Strathclyde í Glasgow.

 

…Nánar

 

Hraðnámskeið í samningatækni

Markmið námskeiðsins er að færa þátttakendum þrautreynda þekkingu til að vera betri í listinni að ná góðum samningum við hvaða aðstæður sem er.  Það á erindi til allra í íslensku viðskipta- og athafnalífi sem vilja bæta samningahæfileika sína hvort heldur sem verið er að glíma við starfsfólk, stjórnendur, viðskiptavini, birgja, banka, hluthafa eða aðra þá sem geta ráðið um hversu vel tekst til í fyrirliggjandi verkefnum.

Leiðbeinandi: Thomas Möller, hagverkfræðingur og framkvæmdastjóri Rýmis Ofnasmiðjunnar.

 

…Nánar

 

 

Er árangursrík sala góð þjónusta?

 Á námskeiðinu er fjallað um hvernig afbragðs sölumenn setja sér raunhæf markmið. Sýnt er að mikilvægur hluti af þeirra vinnutíma fer í að undirbúa sölu og hlusta á þarfir viðskiptavina. Ekki er síður dýrmætt að kunna að bregðast rétt við mótbárum og kvörtunum viðskiptavina. Það er talið fimm sinnum ódýrara að selja viðskiptavinum og verður því sérstök áhersla á eftirfylgni á námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Margrét Reynisdóttir, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði frá University of Strathclyde í Glasgow.

 

…Nánar

 

 

Tímastjórnun og vinnuskipulagning

Allir hafa 24 tíma á sólarhring – en sumir ná meiri árangri og koma mikilvægu verkefnunum í framkvæmd. Lykillinn að þessu er TÍMASTJÓRNUN. Á þessu spennandi hraðnámskeiði lærir þú fjölda áhrifaríkra ráða og aðferða í tímastjórnun sem er hægt að setja strax í framkvæmd.

Leiðbeinandi: Thomas Möller, hagverkfræðingur og framkvæmdastjóri Rýmis Ofnasmiðjunnar.

 

…Nánar

Hrós – Hvernig á að hrósa og taka á móti hrósi

Einlægt hrós afar gott stjórntæki. Það vilja allir vera metnir að verðleikum og fá umbun fyrir það sem þeir gera vel. Hrós breytir slæmum degi í góðan á augabragði, bætir sjálfstraust og lætur aðra finna að við kunnum að meta þá.

Leiðbeinandi: Örn Árnason, leikari

…Nánar

 

Tengsl við neytendur og virði þeirra

Námskeiðið leggur áherslu á aðferðir (t.d. sköpun umtals, persónulega markaðssetningu, tækni við verðlagningu) til að auka virði viðskipta og koma því á framfæri til mismunandi markhópa.

Leiðbeinandi: Dr. Valdimar Sigurðsson, dósent í markaðsfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Valdimar er gestaprófessor við Cardiff Business School árið 2011 og hefur kennt þar bæði í M.Sc. og M.B.A. námi.

…Nánar

 

Námskeið í stjórnsýslurétti – samskipti stjórnvalda og fyrirtækja

Um leið og starfsemi hins opinbera verður viðameiri verður æ mikilvægara að aðilar séu meðvitaðir um rétt sinn í samskiptum við stjórnvöld. Farið verður yfir þær meginreglur sem gilda í samskiptum stjórnvalda og fyrirtækja.

Leiðbeinandi: Páll Rúnar M. Kristjánsson hdl. lögmaður FA

…Nánar

 

Námskeið í starfsmannasamtölum

Markmið: Hvernig getur stjórnandi lært að „Lesa“ starfsmanninn og mæta þörfum hans? Hvernig getur stjórnandi gert viðtalið uppbyggilegt og hvetjandi? Hvernig virkjar þú starfsmanninn til að sýna frumkvæði í samtalinu og koma fram með sínar hugmyndir?

Leiðbeinandi: Hrefna Birgitta

…Nánar

 

Námskeið í markmiðasetningu

Markmið: Að brjóta niður mikilvægustu „verðgildi“ okkar og finna grunngildin sem gefa hvatningu til breytinga og nýrra markmiða. Að verða enn betri í að setjum okkur skrifleg og raunhæf markmið. Að nýta okkur enn frekar markmiðin í leik og starfi.
Leiðbeinandi: Hrefna Birgitta
 
Námskeið í birgðastýringu

Farið verður yfir nokkur atriði sem eru efst á baugi í birgðastýringu í dag. Lögð er áhersla á að þátttakendur séu virkir og miðli af sinni reynslu og læri hver af öðrum.

Leiðbeinandi: Thomas Möller, hagverkfræðingur með MBA gráðu frá HR

…Nánar

 

Námskeið: Siðareglur, fagmennska og traust 

Námskeiðið er ætlað stjórnendum og millistjórnendum og er hugsað fyrir þá sem eru leiðandi í uppbyggingu trausts og faglegra vinnubragða hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Leiðbeinandi: Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands

…Nánar

Facebook er gullnáma. Hagnýtt námskeið um markaðssetningu á Facebook

Farið er í allt frá því hvernig Facebook síður eru stofnaðar til þess hvernig samfélagsvefurinn er notaður sem markaðstæki. Hvað ber að varast og hvar liggja tækifærin? Hvað virkar og hvað virkar ekki? Hvernig nær maður árangri og hvenær er maður að eyða tíma sínum til einskis?

Leiðbeinendur eru: Valgeir Magnússon, Cand. O. Econ, framkvæmdastjóri Pipar/TBWA og Bjarni Benediktsson, B.A. sálfræði, þróunarstjóri á samfélagsdeild Pipar/TBWA.

…Nánar

 

Námskeið í vöruframsetningu

Ætti að nýtast litlum sem stórum fyrirtækjum sem vilja vekja starfsmennina til umhugsunar um að endurskoða framsetningu á söluvörunni  með skilvísari sölu og  markaðssetningu í huga.

Leiðbeinandi: Guðrún Dagmar Haraldsdóttir útstillingarhönnuður


…Nánar