Haust 2013

12. nóvember  kl. 8:30-11:00                                                                         

Viðverustjórnun og vellíðan á vinnustað

Fræðsla fyrir stjórnendur og millistjórnendur með mannaforráð, um viðverustjórnun og vellíðan á vinnustað. Til að ná árangri í viðverustjórnun þurfa allir stjórnendur að þekkja hugmyndafræðina og styðja stefnumótunarferlið á vinnustaðnum. Rannsóknir og reynsla sýna, að stjórnendur og millistjórnendur eru lykilstarfsfólk í mótun viðverustefnu og innleiðingu hennar. Í fræðslunni er farið í þarfagreiningu vinnustaðarins, mótun viðmiða, markmiðasetningu og árangursríkar leiðir til að bæta viðveru og vellíðan á vinnustaðnum.

Leiðbeindandi: Svava Jónsdóttir heilsu-og mannauðsráðgjafi hjá ProActive – Ráðgjöf og fræðslu.

Svava  er hjúkrunarfræðingur frá HÍ,framhaldsmenntun í starfsmannaheilsuvernd við Arbetslivsinsituteg og Hälsohögskolan í Stokkhólmi. Diplomapróf  í verkefnastjórnun, leiðtogaþjálfun og mannauðsstjórnun.Svava hefur sinnt ýmsum stjórnunar-og ráðgjafastörfum á sviði heilsu-og vinnuverndar. Hún starfaði síðast sem sviðsstjóri fyrirtækjasviðs hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði.

Verð: kr. 9.900- (kr. 4.950,- greitt úr Starfsmenntasjóðnum*)
Skráning: bjarndis@atvinnurekendur.is
Tími: Þriðjudagurinn 12, nóvember  kl. 8:30 – 11:00 (boðið er upp á léttan morgunverð áður en að námskeiðið hefst).
Staður: Hús verslunarinnar, 9. Hæð*Þeir starfsmenn fyrirtækja sem eru í VR fá sjálfkrafa styrk úr Starfsmenntasjóði verslunarinnar þegar þeir sækja námskeið hjá Félagi atvinnurekenda ef stigaeign fyrirtækja er fyrir hendi.   

14. nóvember kl. 8:30-11:30

Hlusta á viðskiptavini – ábendingastjórnun

Hlusta þarf vandlega á viðskiptavini og ákveða ekki fyrirfram hverjar óskirnar eru. Það að hlusta á viðskiptavininn felur í sér upplýsingaöflun. Flestir þeirra sem eru óánægðir láta ekki heyra í sér. Á námskeiðinu er fjallað um mikilvægi þess að hlusta á kvartanir, hrós og ábendingar sem berast, skrá og greina til að bæta vörur og þjónustu. Ekki má gleyma að halda utan um hrós frá viðskiptavinum því þau hvetja til dáða. Námskeiðið má tengja niðurstöðum kannanna. leiðbeiningum, verklagsreglum og gildum fyrirtækisins.

Markmið:

  • Skilja að kvartanir, ábendingar og hrós efla þjónustuna.
  • Axla ábyrgð á móttöku og skráningu kvartana og ábendinga.
  • Vinna afurðir s.s. úrbótalista, lista yfir algengar kvartanir, endurskoða verkferla eða leiðbeiningar, tengja við gildi o.s.frv.

Leiðbeinandi: Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur ehf. Margrét er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði frá University of Strathclyde í Glasgow.

Verð: kr. 9.900- (kr. 4.950,- greitt úr Starfsmenntasjóðnum*)
Skráning: bjarndis@atvinnurekendur.is
Tími: Fimmtudagurinn 14. nóvember kl. 8:30 – 11:30 (boðið er upp á léttan morgunverð áður en að námskeiðið hefst).
Staður: Hús verslunarinnar, 9. hæð*Þeir starfsmenn fyrirtækja sem eru í VR fá sjálfkrafa styrk úr Starfsmenntasjóði verslunarinnar þegar þeir sækja námskeið hjá Félagi atvinnurekenda ef stigaeign fyrirtækja er fyrir hendi.  

Þriðjudagurinn 19. nóvember kl. 8:30 – 11:00 

Námskeið í rétti neytenda – ábyrgð seljenda

Í viðskiptum kemur það stundum fyrir að kaupanda og seljanda greinir á um réttindi aðila og skyldur. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að ná góðum sáttum, en grunnurinn að slíkum sáttum er að þekkja vel þær lagalegu skuldbindingar sem liggja til grundvallar. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu meginreglur í lausafjár-og neytendakaupum.  Þá verður farið yfir úrræði aðila og þau ráð sem seljendum standa til boða til að tryggja stöðu sína. Leiðbeinandi: Páll Rúnar M. Kristjánsson hdl. lögmaður FAVerð: kr. 9.900.-(kr. 4.950,- greitt úr Starfsmenntasjóðnum*) boðið er upp á léttan morgunverð áður en að námskeiðið hefst).

Skráning: bjarndis@atvinnurekendur.is
Tími: Þriðjudagurinn 19. nóvember  kl. 8:30 – 11:00
Staður: Hús verslunarinnar, 9. hæð*Þeir starfsmenn fyrirtækja sem eru í VR fá sjálfkrafa styrk úr Starfsmenntasjóði verslunarinnar þegar þeir sækja námskeið hjá Félagi atvinnurekenda ef stigaeign fyrirtækja er fyrir hendi.

 

21. nóvember   kl. 12:00   -13:00                                                                              

Fundir sem skila árangri – nokkur góð trix sem virka 

Það kannast líklega allir við að hafa einhvern tíman á starfsævinni setið á fundi sem var óskilvirkur, tíma þínum illa varið og fundurinn skilaði engum árangri?   Farið er yfir nokkurt ráð í skilvirkri fundarstjórnun.   

Leiðbeinandi: Alda Sigurðardóttir stjórnendaþjálfari hjá Vendum. Hún er menntaður stjórnmála-og atvinnulífsfræðingur frá HÍ og hefur lokið námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna Háskólanum í HR og Coach University og er með ACC vottun frá ICF, International Coach Federation.

 

Verð: kr. 4..900- (kr. 2.450,- greitt úr Starfsmenntasjóðnum*)
Skráning: bjarndis@atvinnurekendur.is
Tími: Fimmtudagurinn 21. nóvember  kl. 12:00– 13:00 (boðið er upp á léttar veitingar áður enn að námskeiðið hefst).
Staður: Hús verslunarinnar, 9. Hæð*Þeir starfsmenn fyrirtækja sem eru í VR fá sjálfkrafa styrk úr Starfsmenntasjóði verslunarinnar þegar þeir sækja námskeið hjá Félagi atvinnurekenda ef stigaeign fyrirtækja er fyrir hendi.