Haust 2014

Námskeið haustið 2014

 

2. október kl. 8:30-12:00

Hvatning og starfsánægja – áhrif stjórnenda
Hvers vegna er starfsánægja mikilvæg? Á námskeiðinu er leitast við að varpa ljósi á hvað drífur starfsmenn áfram. Fjallað er um áhrif gilda og menningar á starfsandann. Komið er inn á þá þætti sem stuðla að bættum starfsanda og það viðhorf sem er eftirsóknarvert.
Farið verður yfir ólíkar þarfir starfsmanna eftir mismunandi eiginleikum þeirra og hvaða kynslóð þeir tilheyra. Leitast verður við að greina hvað hægt sé að gera til að bæta starfsandann og hvað virkar síður. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvaða áhrif stjórnendur hafa á starfsmenn, upplifun þeirra og líðan.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Vinnustaðamenningu, gildi og stjórnunarstíl
• Áhrif hvatningar og innleiðingu aðferða til breytinga
• Væntingar starfsmanna til starfsins
Ávinningur þinn:
• Öðlast skilning á þörfum mismunandi starfsmanna
• Lærir um áhrif stjórnunar á starfsánægju
• Kynnist þeim aðferðum sem hægt er að grípa í til við að auka starfsánægju.
Fyrir hverja: Stjórnendur í fyrirtækjum
Leiðbeinandi: Kristinn Óskarsson

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

 

9. október kl. 8:30-12:00

Hlutverk hópstjórans

Tilgangur þessa námskeiðs er að styrkja þátttakendur í hlutverkum sínum.

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, verkefna og umræðna í hópum.

Efnisþættir á námskeiðinu:

• Almennt um hlutverk hópstjórans
• Mikilvægir eiginleikar hópstjóra/vaktstjóra/deildarstjóra
• Hrós og endurgjöf
• Að skapa sterka liðsheild
• Gæði samskipta – traust, virk hlustun o.fl.
• Helgun starfsmanna
• Móttaka og þjálfun nýliða
Leiðbeinandi: Brynja Bragadóttir


Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 
30. október kl. 8:30-12:00

Opinber innkaup – hagnýt atriði

Á námskeiðinu verður veitt yfirlit yfir meginatriði opinberra innkaupa.
Námskeiðið er miðað að þörfum og hagsmunum seljenda (fyrirtækja á markaði). Tilgangurinn er að veita innsýn í helstu atriði sem seljendur þurfa að hafa í huga þegar þeir taka þátt í útboðum á vegum opinberra aðila.

Lagareglur opinberra innkaupa eru flóknar en ætlunin er að nálgast þær með aðgengilegum og praktískum hætti þannig að þátttakendur í opinberum innkaupum átti sig á þeim meginatriðum sem skipta máli til að ná árangri í útboðum. Þá verður einnig fjallað um helstu atriði sem skipta máli til þess að þátttakendur geti gætt hagsmuna sinna, séu þeir ósáttir við framgang eða niðurstöðu innkaupa.

Markmið:

• Öðlast grundvallarþekkingu á meginreglum sem gilda í opinberum innkaupum
• Að ná árangri í opinberum innkaupum
• Kynna hagsmunagæslu á meðan á útboðsferli stendur og/eða eftir lok útboðs

 

Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson


Sjá frekari upplýsingar um námskeið hér

 

 

6. nóvember kl. 8:30 – 12:00

Hagnýtt sölunámskeið: HLH – AÐFERÐIN- HLUSTA, LÆRA OG HJÁLPA (SELJA).
Námskeiðsmarkmið:

• Hvernig á að undirbúa sig fyrir árangursríka sölu
• Lykilatriði í ráðgefandi sölu
• Viðbótarsala
• Eftirfylgni

Á námskeiðinu er fjallað um mikilvæga þætti í undirbúningi fyrir sölu, hvernig við getum lært sem best að finna vörur og þjónustu sem uppfylla óskir viðskiptavina og hjálpað þeim að ná árangri og aukið sölu hjá okkur.

Þátttakendur vinna hagnýtar leiðbeiningar fyrir sig og sitt fyrirtæki til að efla sölu.

Leiðbeinandi: Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Gerum betur ehf.

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

 
13. nóvember kl. 8:30-12:00

Stöðumat á stefnumótun

Stöðumat á stefnumótun er heiti á vinnustofu þar sem þátttakendur munu leggja mat á stöðu stefnumótunar síns fyrirtækis áður en þeir koma á vinnustofuna. Matið er unnið með notkun viðhorfskönnunar á netinu, en kennari námskeiðsins mun senda hverjum þátttakanda könnunina viku fyrir vinnustofuna. Greiningin mun taka til margra þátta hvað stefnumótun varðar, svo sem vinnu við mótun hennar, innleiðingu, eftirfylgni og skipulags rekstrarins.

Á vinnustofunni verður unnið með niðurstöðurnar, þær greindar frekar, ræddar og metnar. Áhersla er á hagnýta nálgun við mótun og innleiðingu stefnu og ráðgjöf við þá þætti sem leitt geta til markvissari ákvörðunartöku á sviði stefnumótunar. Gætt verður að trúnaði við alla þátttakendur og einstaka niðurstöður ekki ræddar. Kjarni vinnustofunnar felst í því að kynna aðferðarfræði stefnumótunar og verkfæri hennar til að auðvelda stjórnendum og sérfræðingum greiningarvinnu og gerð stefnu með því að horfa til stöðu eigin fyrirtækis.

Leiðbeinandi: Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson
Sjá frekari upplýsinar um námskeiðið hér

 

 

18. nóvember kl. 8:30-10:30

Skyndihjálp – Gæti starfsfólkið þitt bjargað mannslífi

Þegar slys og alvarleg veikindi verða á vinnustað eru það oftast nær starfsfólk sem kemur fyrst að.

Allir ættu að kunna skyndihjálp! Slys og skyndileg veikindi gera sjaldnast boð á undan sér. Það getur því oltið á þeim sem eru nærstaddir, t.d. ættingjum eða samstarfsmönnum, að veita viðeigandi aðstoð.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja þjálfa sig í grunnatriðum endurlífgunar. Gott námskeið fyrir alla sem hafa lært skyndihjálp áður.

Markmiðið er að þátttakendur öðlist færni í að beita hjartahnoði og blæstri og kunni að nota hjartarafstuðtæki við endurlífgun.

Viðfangsefni:

• Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð;
• að athuga viðbrögð,
• að opna öndunarveg,
• að athuga öndun,
• hjartahnoð og blástursaðferð,
• sjálfvirkt hjartastuð (AED),
• endurlífgunarkeðjan og
• losun aðskotahlutar úr öndunarvegi
Leiðbeinandi er frá Rauða krossi Íslands

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér