Vor 2015

8. janúr kl. 8:30 – 10:30

Almannatengsl og markaðsmál

Hvað geri ég þegar pressan hringir? Forsvarsmenn minni og meðalstórra fyrirtækja lenda stundum fyrirvaralaust í ólgusjó fjölmiðlaumræðu og hafa ekki beinan aðgang að vönum almannatenglum.

Á námskeiðinu er fjallað um nokkur grundvallaratriði í almannatengslum og samskiptum fyrirtækja við fjölmiðla. Fjallað er um samspil markaðsmála og almannatengsla, mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum fjölmiðla og fyrirtækja og hversu brýnt er að fyrirtæki búi sig undir óvænt áfall í starfsemi sinni með markvissum hætti.
Markmið:
• Þekkja mikilvægi fyrstu viðbragða þegar kastljós fjölmiðlanna beinist óvænt að starfsemi fyrirtækisins
• Kunna skil á grundvallaratriðum sem þarf að hafa í huga þegar koma á upplýsingum um fyrirtækið á framfæri við fjölmiðla
• Skilja þarfir og drifkraft fjölmiðlanna í leit þeirra að fréttum
• Öðlast skilning á mikilvægi áfallastjórnunar og -undirbúnings

 

Leiðbeinandi: Ólafur Stephensen
Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér