Fjármögnunarleiðir fyrirtækja

Header

fa_adgerd2

Fleiri skilvirkar fjármögnunarleiðir fyrir fyrirtæki

Tillaga: Auka heimildir lífeyris-sjóða til fjárfestinga í óskráðum verðbréfum og setja upp raunhæfa og skilvirka skattaafslætti vegna kaupa á nýju hlutafé í minni fyrirtækjum

Við núverandi aðstæður er mikilvægt að gera fjármögnun fyrirtækja sem
allra skilvirkasta. Fyrirtæki þurfa að hafa greiðan aðgang, bæði að lánsfé
og eiginfjármögnun. Þetta er ekki síst mikilvægt við uppbyggingu minni
fyrirtækja eftir efnahagshrun þar sem skuldsetning hefur verið mikil og
eiginfjárstaða almennt veik. Bankakerfið þarf heilbrigða samkeppni hvað
þetta varðar og því mikilvægt að lífeyrissjóðir og almennir fjárfestar hafi
hvata til að fjárfesta í fyrirtækjum og útvega þeim lánsfjármagn.

Fjárfestingar lífeyrissjóða:

  • Auknar fjárfestingar í óskráðum verðbréfum hvetja m.a. til fjárfestingar í meðalstórum fyrirtækjum.
  • Skapar hvata til uppbyggingar sjóða sem myndu fjárfesta annars vegar í hlutafé minni fyrirtækja og hins vegar í skulda-bréfum gefnum út af minni fyrirtækjum.
  • Eftirspurn lífeyrissjóða gæfi minni fyrirtækjum tækifæri á að fjármagna sig á hagkvæmari hátt og myndi að auki skapa samkeppni við banka og minnka vaxtaálag þeirra.
  • Gera þarf eðlilegar kröfur til fjárfest­inga í óskráðum verðbréfum í takt við það sem tíðkast t.d. á markaðstorgi fjármálagerninga. Í tilvikum sjóða sem fjárfesta myndu í hlutafé eða skuldabréfum minni fyrirtækja væru þannig gerðar kröfur um upplýsingagjöf og aðra þætti, þótt þær yrðu vægari en á við um skráð verðbréf eða sjóði.
  • Skoða þarf skipan peningamála heild­stætt með það að markmiði að ná niður vaxtastigi og minnka sveiflur í gengi.
Skattaafslættir til að auka fjárfestingu í atvinnurekstri:

  • Skattaafsláttur til einstaklinga vegna kaupa á hlutafé í fyrirtækjum.
  • Fyrirtækin þyrftu að uppfylla skilyrði sett af RSK (engin vanskil, jákvætt eigið fé , birtur og endurskoðaður árs­reikningur o.fl.).
  • Lágmarkseignarhaldstími 5 ár. 
  • Skoða þarf með hvaða hætti hægt væri að útfæra skattaafslátt gagnvart lögaðilum.
  • Skapar nauðsynlegan hvata til fjárfestinga og eflir eiginfjárstöðu fyrirtækja. 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

12 tillögur Félags atvinnurekenda eru eftirfarandi:

Eignarhald bankaSlide1

Fjármögnunarleiðir fyrirtækjaSlide2

Leiðir gegn kennitöluflakkiSlide3

Lækkun tryggingagjaldsSlide4

Afnám verndartolla í landbúnaðicw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 1

Opinber innkaupSlide6

SamkeppnismálSlide7

Eðileg verðmyndun í sjávarútvegicw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 2

Endurskoðun ársreikningaSlide9

Eftirlitsgjöld stofnanaSlide10

Einföldun álagningar virðisaukaskattscw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 3

Birting ársreikningaSlide12