Fjölmennir viðburðir á vegum Íslensk-indverska viðskiptaráðsins

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Íslensk-indverska viðskiptaráðið stóð fyrir tveimur fjölmennum viðburðum á árinu. Opinber heimsókn Ram Nath Kovind forseta Indlands hingað til lands í september beindi athygli margra, bæði í íslensku og indversku viðskiptalífi, að tækifærum í viðskiptum ríkjanna.

Samhliða aðalfundi viðskiptaráðsins í júní var haldið einkar vel heppnað indversk-íslenskt fyrirtækjastefnumót, þar sem um tugur íslenskra fyrirtækja átti fundi með fulltrúum í indverskri viðskiptasendinefnd að afloknu málþingi um viðskipti ríkjanna.

Í september hélt ráðið svo fjölmennt viðskiptaþing í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Íslandsstofu, auk ASSOCHAM, Associated Chambers of Commerce and Industry of India, og CII, Confederation of Indian Industry. Forsetar Íslands og Indlands, þeir Ram Nath Kovind og Guðni Th. Jóhannesson, ávörpuðu báðir þingið, sem heppnaðist einkar vel. Tæplega 100 fyrirtæki frá báðum löndum áttu fulltrúa á viðskiptaþinginu. Í tengslum við þingið undirrituðu bæði ÍIV og Félag atvinnurekenda samstarfssamninga við indversk viðskiptasamtök.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Vel heppnað indversk-íslenskt fyrirtækjastefnumót

Húsfyllir var á indversk-íslensku fyrirtækjastefnumóti, sem Íslensk-indverska viðskiptaráðið (ÍIV), Indversk-íslensku viðskiptasamtökin (IIBA) og sendiráð Indlands gengust fyrir í dag í húsakynnum FA í Húsi verslunarinnar. Viðburðinn sóttu fulltrúar sjö indverskra fyrirtækja og tíu íslenskra. Horfa má á upptöku af fyrri hluta viðburðarins í spilaranum hér …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fjölsótt indversk-íslenskt viðskiptaþing

Indversk-íslenskt viðskiptaþing, sem haldið var í tilefni af opinberri heimsókn Ram Nath Kovind forseta Indlands hingað til lands, tókst einstaklega vel og var fjölsótt. Samtals sátu þingið nokkuð á annað hundrað manns, en 35 indversk fyrirtæki og samtök og 60 íslensk skráðu sig. Íslensk-indverska viðskiptaráðið, sem Félag atvinnurekenda hýsir og rekur, skipulagði þingið í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Íslandsstofu …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA og ÍIV skrifa undir samstarfssamninga við indversk viðskiptasamtök

Félag atvinnurekenda (FA) og Íslensk-indverska viðskiptaráðið (ÍIV), sem FA hýsir og rekur, skrifuðu í dag undir samstarfssamninga við tvenn samtök í indversku viðskiptalífi. Forystumenn samtakanna skiptust síðan á skjölum í viðurvist Ram Nath Kovind, forseta Indlands, og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Indversk-íslensku viðskiptaþingi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/44DTwu2PNZ8″ title=“Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay“][vc_video link=“https://youtu.be/s08Bc05unQc“ title=“Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima „][vc_video link=“https://youtu.be/gb7VBcElf5U“ title=“Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna“][/vc_column][/vc_row]