Frambjóðendur spurðir út úr á kosningafundum FA

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Félagið hélt þrjá kosningafundi með frambjóðendum fyrir Alþingiskosningarnar. Þar fengust áhugaverð svör, meðal annars um tolla á búvörur, einokun Mjólkursamsölunnar, verðmyndun í sjávarútvegi og regluverk atvinnulífsins.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Félagsfundir FA með frambjóðendum til Alþingis

Félag atvinnurekenda áformar að halda þrjá félagsfundi í aðdraganda komandi þingkosninga með frambjóðendum til Alþingis og ræða mál sem snerta hagsmuni félagsmanna og atvinnulífsins í heild.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fimm flokkar vilja afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins

Fimm flokkar sem eru í framboði fyrir Alþingiskosningarnar síðar í mánuðinum vilja afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Framsóknarflokkurinn er ekki með það mál á stefnuskrá sinni en frambjóðandi VG segist vilja skoða málið.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Enginn tók slaginn fyrir 76% toll á franskar

Svo virðist sem það ætti að verða auðsótt mál á næsta Alþingi að fá 76% ofurtoll á franskar kartöflur afnuminn, því að enginn frambjóðandi mælti honum bót á á fundi FA um landbúnaðarmál, sem haldinn var í síðustu viku. Flestir frambjóðendur sögðu ýmist skýrt að þeir vildu afnema tollinn eða að þeir skildu ekki nauðsyn hans.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Flestir vilja hrinda tilmælum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd

Frambjóðendur allra flokka sem líklegir eru til að ná sæti á Alþingi, nema núverandi stjórnarflokka, telja afdráttarlaust að hrinda eigi í framkvæmd tilmælum Samkeppniseftirlitsins frá 2012, um að aflétta samkeppnishömlum í sjávarútvegi og afnema tvöfalda verðmyndun í greininni. Forsætisráðherra vill þó skoða ákveðna þætti í tilmælunum. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) í morgun.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Íþyngjandi kröfum verði ekki bætt við Evrópureglur

Fulltrúar allra flokka sem mættu á fund Félags atvinnurekenda um samkeppnismál og regluverk atvinnulífsins í morgun voru sammála um að við innleiðingu Evrópureglna ætti ekki að bæta við íslenskum sérkröfum sem væru íþyngjandi fyrir atvinnulífið. Frambjóðendur voru sömuleiðis sammála um að gera þyrfti betur í því að einfalda regluverk atvinnulífsins.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row]