Betri nýting með nýsköpun – streymisviðburður 1. júní

18.05.2021

Félag atvinnurekenda tekur þátt í Nýsköpunarvikunni 2021 með streymisviðburði á Facebook-síðu sinni, kl. 14 þriðjudaginn 1. júní. Yfirskrift viðburðarins er „Betri nýting með nýsköpun“.

Fyrirtæki innan FA hafa unnið að betri nýtingu hráefna og dregið úr matarsóun með margvíslegri nýsköpun. Á streymisviðburðinum kynnumst við þremur slíkum. Sprotafyrirtækin Pure Natura og Feel Iceland hafa unnið hágæða fæðubótarefni og heilsuvörur úr hráefnum sem lengi hafa verið vannýtt, þorskroði, lambainnmat og íslenskum jurtum. Sölufélag garðyrkjumanna er gamalgróið fyrirtæki sem undanfarin ár hefur þróað aðferðir til að fullnýta uppskeru grænmetisbænda og draga úr matarsóun.

Við heyrum af reynslu fyrirtækjanna, áskorunum og hindrunum sem þau hafa staðið frammi fyrir og hvað þau telja að virki í nýsköpun í matvælaframleiðslu.

Dagskrá:

Framþróun og fullnýting afurða í íslenskri garðyrkju

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna

 

 

Betri nýting sjávarafurða með Feel Iceland

Hrönn Margrét Magnúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Ankra / Feel Iceland

 

 

Upprunalega íslenska ofurfæðan

Rafn Franklín Hrafnsson, meðeigandi og sölu- og markaðsstjóri Pure Natura

 

 

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA kynnir

 

 

 

Skráning á viðburðinn er á Facebook-síðu FA.

Nýjar fréttir

Innskráning