Fundur FA og SFÚ með frambjóðendum um sjávarútvegsmál

10.10.2016

Fiskvinnsla kroppudFélag atvinnurekenda og samstarfsfélagið SFÚ (Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda) efna til fundar um sjávarútvegsmál með frambjóðendum fyrir komandi þingkosningar. Fundurinn verður haldinn kl. 8.30 til 10 miðvikudaginn 12. október í fundarsal félagsins í Húsi verslunarinnar.

Eftirfarandi frambjóðendur taka þátt í fundinum:

  • Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki
  • Alfa Eymarsdóttir, Pírötum
  • Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu
  • Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki
  • Benedikt Jóhannesson, Viðreisn
  • Björn Valur Gíslason, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði

Í upphafi fundar fer Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, stuttlega yfir helstu áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegsmálum.

Næst eru frambjóðendur beðnir að svara þremur spurningum, sem félögin sendu flokkunum fyrir fundinn og hafa þeir til þess tvær mínútur hver. Spurningarnar eru eftirfarandi:

  1. Vill þinn flokkur beita sér fyrir því að fiskmarkaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfiskafla sem veiddur er við Ísland?
  2. Vill þinn flokkur beita sér fyrir því að ráðherra hrindi í framkvæmd tilmælum Samkeppniseftirlitsins frá því í nóvember 2012, um afnám samkeppnishamla í sjávarútvegi?
  3. Vill þinn flokkur beita sér fyrir því að íslenskur sjávarútvegur falli að öllu leyti undir ákvæði samkeppnislaga, án undantekninga? Ef ekki, hvers vegna?

Að loknum þremur umferðum þar sem frambjóðendurnir svara spurningunum gefst tími fyrir spurningar úr sal og almennar umræður.

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu félagsins.

Léttur morgunverður er í boði á fundinum. Skráning á fundinn hér að neðan.

Nýjar fréttir

Innskráning