Mikilvægt að huga að jafnlaunavottun í tíma

16.10.2019

Félag atvinnurekenda vekur athygli félagsmanna sinna á þeim reglum, sem gilda um jafnlaunavottun fyrirtækja samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008 og reglugerð nr. 1030/2017, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85.

  • Fyrirtæki og stofnanir þar sem 250 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skulu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019.
  • Fyrirtæki og stofnanir þar sem 150–249 starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2020.
  • Fyrirtæki og stofnanir þar sem 90–149 starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skulu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2021.
  • Fyrirtæki og stofnanir þar sem 25–89 starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skulu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2022.

Fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn þurfa að hafa hlotið vottun fyrir áramót. Þau fyrirtæki ættu að sækja um jafnlaunavottun eigi síðar en núna strax, hafi þau ekki gert það nú þegar. Þær vottunarstofur sem starfa á markaðnum munu ekki geta annað álaginu ef öll fyrirtæki sem falla undir reglurnar á þessu ári hyggjast fara í jafnlaunavottunarferli rétt fyrir áramót. Mikilvægt er að sækja um með góðum fyrirvara svo ekki myndist flöskuhálsar hjá vottunarstofunum.

Fyrir fyrirtæki með 150-249 starfsmenn, sem eiga að hafa hlotið jafnlaunavottun í lok næsta árs, er jafnframt brýnt að byrja að huga að umsókn nú þegar, þannig að vottunarstofur geti dreift álaginu á næsta ári – sem er fyrirsjáanlegt að verði umtalsvert – jafnt yfir árið.

Spurt og svarað um jafnlaunavottun á vef stjórnarráðsins

Nýjar fréttir

Innskráning