Samningur FA og RSÍ samþykktur

21.09.2015
Frá undirritun kjarasamnings FA og RSÍ 10. september síðastliðinn.
Frá undirritun kjarasamnings FA og RSÍ 10. september síðastliðinn.

Félagar í Rafiðnaðarsambandi Íslands, sem starfa hjá félagsmönnum FA, hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning FA og RSÍ í atkvæðagreiðslu. Stjórn FA hefur jafnframt samþykkt samninginn fyrir sitt leyti, en hann var kynntur félagsmönnum á fundi í síðustu viku.

Aðildarfyrirtæki FA eru því skuldbundin að greiða laun samkvæmt samningnum um næstu mánaðamót og gera um leið upp hækkanir frá 1. maí síðastliðnum.

Á kjörskrá hjá RSÍ voru 157 manns en þátt í atkvæðagreiðslunni tóku 54 eða 34,4%. Atkvæði féllu þannig:

Já sögðu 30 eða 55,56%

Nei sögðu 23 eða 42,59%

Einn tók ekki afstöðu eða 1,85%

Kjarasamningur FA og RSÍ

Nýjar fréttir

Innskráning