Viðskiptasamband á nýjum grunni – fundur um viðskipti Íslands og Bretlands 25. nóvember

09.11.2021

Félag atvinnurekenda efnir til fundar fimmtudaginn 25. nóvember kl. 15.30-16.30 með Chris Barton, viðskiptafulltrúa fyrir Evrópu í breska utanríkisviðskiptaráðuneytinu, og Felicity Buchan, viðskiptasendimanni forsætisráðherra Bretlands gagnvart Íslandi og Noregi.

Umræðuefnið er viðskipti Íslands og Bretlands eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Bretland er eitt stærsta viðskiptaland Íslands og viðskiptin fara nú fram á grundvelli bráðabirgðafríverslunarsamnings, sem gildir þar til nýr fríverslunarsamningur tekur gildi. Gestir okkar munu ræða vítt og breitt um viðskipti ríkjanna, áskoranir og tækifæri í nýrri stöðu og þá reynslu sem komin er á fríverslunarsamninginn. Við hvetjum fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Bretland eindregið til að mæta.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal FA á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Fundurinn er opinn félagsmönnum í FA og millilandaviðskiptaráðum félagsins. Nauðsynlegt er að skrá mætingu hér að neðan.

Fundarstjóri er Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður FA.

Stutt kynning á ensku á þeim Barton og Buchan:

Chris Barton Her Majesty’s Trade Commissioner to Europe, leading a team from the UK’s Department for International Trade based in 34 countries to encourage trade and investment between UK and Europe. Has been a UK civil servant since 1998, with leading roles in trade, energy, business regulation, EU and international affairs in departments for business (BIS/DTI), foreign affairs (FCO), energy (DECC), trade (DIT) & No10. From 1993-1998 Barton was an Economics & Business Studies teacher, having studied Economics at Durham University (1989-1992) and teacher training (PGCE) at York University (1992-1993).

 

 

Felicity Buchan MP A British politician serving as the Member of Parliament (MP) for Kensington since 2019. Appointed as the Prime Minister’s Trade Envoy to Norway and Iceland, as well as a PPS in the Department of Business, Energy and Industrial Strategy. She worked in investment banking for JPMorgan Chase and Bank of America prior to her political career.

Nýjar fréttir

Innskráning