Gagnleg jafnlaunavottun en gagnrýni á lagaskyldu

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA beitti sér fyrir umræðu meðal félagsmanna sinna um jafnlaunavottun, meðal annars með fjölsóttum fundi í byrjun árs. Aðildarfyrirtæki FA hafa sum hver mjög jákvæða reynslu af ferlinu sem liggur að baki jafnlaunavottun. Félagið var hins vegar gagnrýnið á frumvarp félagsmálaráðherra um að lögfesta jafnlaunavottun og taldi lagaskyldu ótímabæra.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ávinningur af jafnlaunavottun meiri en umstangið

Ávinningur fyrirtækja af því að fara í gegnum jafnlaunavottun er meiri en umstangið, um það voru frummælendur á morgunverðarfundi Félags atvinnurekenda sammála.

Á fundinum var meðal annars farið yfir forsögu jafnlaunavottunarinnar, stöðuna varðandi kynbundinn launamun og hvað fyrirtæki þyrftu að gera til að fá jafnlaunavottun.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Meirihluti telur jafnlaunavottun stuðla að auknu jafnrétti – efasemdir um kostnaðinn

Meirihluti félagsmanna FA, sem svöruðu könnun félagsins í byrjun árs, telur að lögbundin jafnlaunavottun myndi stuðla að auknu launajafnrétti. Þegar hins vegar er spurt hvort stjórnendur telji að ávinningur af vottuninni yrði meiri en kostnaðurinn fyrir þeirra fyrirtæki, eru álíka stórir hópar sammála og ósammála og meirihlutinn telur að kostnaður vegi upp ávinninginn.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kostnaður við jafnlaunavottun hleypur á milljónum

Anna Kristín Kristjánsdóttir, varaformaður FA, segir frá því í Morgunblaðinu í dag að kostnaður hennar fyrirtækis, Hvíta hússins, af því að innleiða jafnlaunastaðal hafi varlega áætlað verið yfir fjórar milljónir, að meðtalinni vinnu stjórnenda fyrirtækisins við innleiðinguna.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Lagaskylda til jafnlaunavottunar ekki tímabær

Félag atvinnurekenda gerði allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi frumvarp félagsmála- og jafnréttisráðherra um jafnlaunavottun á fundi nefndarinnar í morgun. FA hefur jákvæða afstöðu til jafnlaunavottunar, en leggst gegn því að hún verði gerð að lagaskyldu.[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/bMTRyFMKo14″ title=“Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar“][vc_video link=“https://youtu.be/w_T91rKiOaE“ title=“Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)“][vc_video link=“https://youtu.be/lysrTgZEiIc“ title=“Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins“][/vc_column][/vc_row]