Gagnrýnin á Íslandspóst fær vaxandi hljómgrunn

[vc_row 0=““][vc_column 0=““ width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Félag atvinnurekenda hefur árum saman gagnrýnt rekstur Íslandspósts ohf. sem hefur seilst æ lengra í samkeppni við einkafyrirtæki á ýmsum mörkuðum. FA hélt áfram uppi harðri gagnrýni á Póstinn, sem fékk vaxandi hljómgrunn undir lok ársins er í ljós kom að rekstur ríkisfyrirtækisins stefndi í þrot og það leitaði ásjár hjá skattgreiðendum.

Lagði FA meðal annars til að efnt yrði til óháðrar úttektar á rekstri fyrirtækisins og leitt í ljós að hvaða leyti vandi þess væri til kominn vegna rangra ákvarðana um samkeppnisrekstur.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA gagnrýnir seinagang við lækkun gjaldskrár Póstsins

Félag atvinnurekenda gagnrýnir þá töf, sem orðið hefur á að verðskrá fyrir einkaréttarþjónustu Íslandspósts sé endurskoðuð til lækkunar. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá í janúar síðastliðnum bar Íslandspósti að endurskoða verðskrána fyrir 1. júní síðastliðinn …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Minni þjónusta þýðir hærra verð að mati Póstsins

Íslandspóstur fækkaði í byrjun ársins dreifingardögum í þéttbýli um helming og dreifir pósti nú að jafnaði annan hvern dag. Að mati Póstsins þýðir þessi þjónustuskerðing og hagræðið sem af henni leiðir …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fjármálaráðuneytið og PFS ósammála um ástæður taprekstrar Póstsins

Fjármálaráðuneytið, sem hefur ákveðið að lána Íslandspósti hálfan milljarð af fé skattgreiðenda, og Póst- og fjarskiptastofnun, sem hefur eftirlit með rekstri ríkisfyrirtækisins, virðast ósammála um ástæður taprekstrar …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA kvartar til eftirlitsnefndar vegna brota Póstsins

Félag atvinnurekenda hefur kvartað til eftirlitsnefndar, sem fylgjast á með því að Íslandspóstur ohf. fari að ákvæðum sáttar, sem ríkisfyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið á síðasta ári. Að mati FA felur ársreikningur …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Úrskurðarnefnd: Pósturinn fær ekki að ýta keppinautum af markaði

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá því í október í fyrra, þar sem Íslandspóstur var hindraður í áformum sínum um að fella niður viðbótarafslætti hjá söfnunaraðilum …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðherra beiti sér fyrir óháðri úttekt á Íslandspósti

Félag atvinnurekenda hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, erindi og hvatt til þess að ráðuneyti hans óski eftir óháðri úttekt á rekstri Íslandspósts ohf. Afrit var sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Keppt við allt sem hreyfist

„Mikilvægt er að mati ríkisins sem eiganda að öll ákvarðanataka stjórna og stjórnenda […] miði að því að efla eins og kostur er samkeppni á þeim sviðum sem það starfar við,“ segir í eigandastefnu fyrir fyrirtæki sem ríkið á hlut í. Þessa klausu virðist stjórn ríkisfyrirtækisins Íslandspósts ohf. hafa misskilið þannig að fyrirtækinu beri að keppa við allt sem hreyfist.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skattgreiðendur fjármagni tap á Kínasendingum

Ekki verður annað séð en að Íslandspóstur hefði getað innheimt hærri umsýslugjöld vegna póstsendinga frá Kína og þannig afstýrt því tapi, sem skattgreiðendur eru nú beðnir um að fjármagna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn Félags atvinnurekenda um frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til nýrra póstlaga, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Íslandspóstur þverbrýtur sátt við Samkeppniseftirlitið

Íslandspóstur ohf. tók ákvörðun um að sameina rekstur dótturfélagsins ePósts og móðurfélagsins án þess að leita fyrst álits eftirlitsnefndar um framkvæmd sáttar milli Íslandspósts og Samkeppniseftirlitsins. Ákvörðunin var jafnframt tekin, og vinna við sameininguna hafin, án þess að samþykki Samkeppniseftirlitsins lægi fyrir, eins og kveðið er á um í sáttinni. Þetta kemur fram í gögnum sem eftirlitsnefndin hefur látið Félagi atvinnurekenda í té.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Aumt yfirklór Íslandspósts

Fréttatilkynning Íslandspósts ohf., þar sem fyrirtækið hafnar því að hafa brotið sátt sína við Samkeppniseftirlitið vegna meðferðar á málum ePósts ehf., er aumt yfirklór og stangast í grundvallaratriðum á við staðreyndir og gögn málsins. Félag atvinnurekenda vill í framhaldi …[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/ikspTaXYSpA“ title=“Ólafur Adolfsson, lyfsali í Apóteki Vesturlands.“][vc_video link=“https://youtu.be/L-ZfEcvd9LA“ title=“Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova“][vc_video link=“https://youtu.be/6MUrCIuj9wI“ title=“Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line Íslandi.“][/vc_column][/vc_row]