Hamlað gegn ósanngjarnri samkeppni ríkisins við einkafyrirtæki

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA gerði sitt á árinu til að veita aðhald að ríkisfyrirtækjum, sem ástunda ósanngjarna samkeppni við einkafyrirtæki. Félagið benti meðal annars á gífurlegar hækkanir á verðskrá Íslandspósts á þjónustu sem fyrirtækið hefur einkarétt á, en litlar sem engar hækkanir á samkeppnisþjónustu.

Félagið fagnaði því að fjármálaráðherra tók mark á ábendingum þess um ósanngjarna samkeppni Fríhafnarinnar í Leifsstöð við innlenda verslun, en ráðherra flutti frumvarp sem bannaði netverslun komuverslunar Fríhafnarinnar.[/vc_column_text][vc_accordion active_tab=“1″ collapsible=“yes“ el_class=“valmynd“][vc_accordion_tab title=“Íslandspóstur í samkeppni við einkafyrirtæki – lestu meira“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Pósturinn hækkar einkaréttarþjónustu um allt að 26,4% á níu mánuðum þótt afkoman liggi ekki fyrir

Póst- og fjarskiptastofnun hefur á síðustu níu mánuðum heimilað Íslandspósti að hækka gjöld sín fyrir bréfapóst, sem ríkisfyrirtækið hefur einkarétt á að dreifa, um allt að 26,4%. Síðasta hækkunin tók gildi um áramótin.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samkeppnisrannsókn ljúki áður en póstfrumvarp fer í gegn

Félag atvinnurekenda telur nauðsynlegt að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Íslandspósti ljúki áður en frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á lögum um póstþjónustu verður að lögum. Þetta kemur fram í umsögn félagsins um drög að frumvarpinu, sem send hefur verið innanríkisráðuneytinu.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

46% hækkun í einkarétti, 3% í samkeppni

Félag atvinnurekenda hefur skrifað Póst- og fjarskiptastofnun bréf og vakið athygli á gífurlega mismunandi verðþróun á svokallaðri alþjónustu Íslandspósts ohf. (þjónustu sem fyrirtækið er skyldað að veita) eftir því hvort ÍSP hefur einkarétt á þjónustunni eða hvort hún er rekin í samkeppni við einkaaðila.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kerfið frekar í liði með ríkisfyrirtækjum en sjálfstæðum atvinnurekendum

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir ósanngjarna samkeppni ríkisfyrirtækisins Íslandspósts (ÍSP) við einkafyrirtæki í umfjöllun Viðskiptablaðsins í dag. Blaðið birti í síðustu viku umfjöllun um reikninga dótturfyrirtækisins ÍSP, ePósts, sem rekið er með miklu tapi og fjármagnað með lánum frá móðurfyrirtækinu. Ýmis einkafyrirtæki eru í beinni samkeppni við ePóst á sviði rafrænna póstsendinga.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Íslandspóstur býr tortryggnina til sjálfur

Viðskiptablaðið birti í síðustu viku viðtal við Ingimund Sigurpálsson, forstjóra Íslandspósts, undir fyrirsögninni „Rangfærslur og dylgjur“. Það er einkunnin sem forstjórinn velur gagnrýni greinarhöfundar og Reynis Árnasonar, framkvæmdastjóra Póstmarkaðarins, á samkeppnishætti og upplýsingagjöf Íslandspósts, sem kom fram í blaðinu 22. september síðastliðinn. Sú gagnrýni sneri meðal annars að dótturfyrirtækinu ePósti …[/vc_column_text][vc_column_text]
[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Netverslun Fríhafnarinnar aflögð – lestu meira“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Enn spurt um afstöðu ráðherra til pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar

Fríhöfnin

Félag atvinnurekenda hefur sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þriðja bréfið á hálfu ári, þar sem spurt er um afstöðu ráðuneytis hans til svokallaðrar Expressþjónustu Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að mati FA felst í rekstri Expressþjónustunnar ósanngjörn samkeppni við verslunina í landinu, en hún er pöntunarþjónusta sem býður upp á að fólk kaupi vörur án opinberra gjalda á netinu og láti svo aðra sækja þær fyrir sig í Leifsstöð.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Flókið að svara spurningum um Expressþjónustu

Félagi atvinnurekenda hefur borist svarbréf frá fjármálaráðuneytinu við ítrekun á fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar ráðherra um afstöðu ráðuneytisins til Expressþjónustu Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tekið fyrir pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar með lagafrumvarpi

FBjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem ætlað er að gera óheimila pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar í Leifsstöð á internetinu, svokallaða Expressþjónustu. Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpinu, enda hefur félagið talið þessa vefverslun Fríhafnarinnar lið í afar óeðlilegri samkeppni ríkisbúðarinnar við verslunina í landinu.[/vc_column_text][vc_column_text]
[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][/vc_accordion][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][/vc_column][/vc_row]