Haust 2015

 

Fimmtudaginn 17. september kl. 8:30 – 12:00

Námskeiðið: Verkefnastjórnun – fyrstu skrefin

Á námskeiðinu er farið í grunninn á verkefnastjórnun sem og hvað verkefnastjórnun er og hvar hún getur nýst. Áhersla er á undirbúning og eftirfylgni verkefna til að tryggja árangur. Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hvernig hægt er að beita verkefnastjórnun á lítil sem stór verkefni.

Leiðbeinandi: Sveinbjörn Jónsson, M.Sc. í verkfræði og MPM. Gæðastjóri hjá Vífilfelli.

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 24. september 8:30 – 12:00

Nýjar víddir í stjórnun

Hvernig geta stjórnendur nýtt sér tilfinningagreind og núvitund á sviði stjórnunar til að ná framúrskarandi árangri?

Hvað er tilfinningagreind (emotional intelligence) og virk vitund (núvitund, árvekni, mindfulness)og hvaða áhrif hefur hún á þekkingaröflun, sköpunargleði, heilbrigði og árangur starfsmanna og fyrirtækis í heild.

Leiðbeinandi: Guðný Reimarsdóttir, framkvæmdastjóri Virkrar Vitundar ehf. er viðskiptafræðingur og hefur auk þess lokið MBA námi frá Háskóla Reykjavíkur

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 1. október kl. 8:30-12:00 

Opinber innkaup – hagnýt atriði

Á námskeiðinu verður veitt yfirlit yfir meginatriði opinberra innkaupa.

Námskeiðið er miðað að þörfum og hagsmunum seljenda (fyrirtækja á markaði). Tilgangurinn er að veita innsýn í helstu atriði sem seljendur þurfa að hafa í huga þegar þeir taka þátt í útboðum á vegum opinberra aðila.

Lagareglur opinberra innkaupa eru flóknar en ætlunin er að nálgast þær með aðgengilegum og praktískum hætti þannig að þátttakendur í opinberum innkaupum átti sig á þeim meginatriðum sem skipta máli til að ná árangri í útboðum. Þá verður einnig fjallað um helstu atriði sem skipta máli til þess að þátttakendur geti gætt hagsmuna sinna, séu þeir ósáttir við framgang eða niðurstöðu innkaupa.

Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson hdl.

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 8. október kl. 8:30 – 11:30

Námskeið í samningatækni:

Samningatækni („negotiation skills“)

Farið er yfir 10 ráð sem hjálpa þátttakendum að ná betri samningum. Fjallað er um grundvallaratriði samningatækni og þekktar leiðir til að ná árangri á þessu sviði. Það er þekkt staðreynd að við þénum aldrei eins mikið og í samningum…..við töpum aldrei eins miklu og í samningum.

Spurningin er hvor aðilinn er betur undirbúinn og hvor þeirra þekkir betur helstu atriði samningatækninnar. Fjallað er um hagsmunaleiðina sem kemur í stað kröfugerðarleiðarinnar sem er algengust.

Leiðbeinandi: Thomas Möller. Hann er hagverkfræðingur að mennt, með MBA próf frá HR. Thomas kennir Innkaupa-og vörustjórnun við Háskólann á Bifröst og hefur kennt Vörustjórnun við HR. Thomas er framkvæmdastjóri Rýmis Ofnasmiðjunnar.

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 15. október kl. 8:30 – 12:00

Kvartanir og óánægðir viðskiptavinir

Rannsóknir sýna að óánægðir viðskiptavinir kvarta sjaldnast, koma helst ekki aftur og hika ekki við að deila neikvæðri upplifun sinni með öðrum. Þeir eru mjög öflugir auglýsendur og ýkja gjarnan. Það sem einkennir framúrskarandi þjónustu er að kvörtun er breytt í tækifæri og kvartanir og óánægja eru notuð á sem uppbyggilegastan hátt til að bæta ástandið. Litið er á hverja einustu kvörtun sem tækifæri.

Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf. Hann er með M.A. í vinnusálfræði frá Free University í Amsterdam.

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 22. október kl. 8:30 – 10:30 

Almannatengsl og markaðsmál 

Hvað geri ég þegar pressan hringir? Forsvarsmenn minni og meðalstórra fyrirtækja lenda stundum fyrirvaralaust í ólgusjó fjölmiðlaumræðu og hafa ekki beinan aðgang að vönum almannatenglum.

Á námskeiðinu er fjallað um nokkur grundvallaratriði í almannatengslum og samskiptum fyrirtækja við fjölmiðla. Fjallað er um samspil markaðsmála og almannatengsla, mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum fjölmiðla og fyrirtækja og hversu brýnt er að fyrirtæki búi sig undir óvænt áfall í starfsemi sinni með markvissum hætti.

Leiðbeinandi: Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 29. október kl. 8:30 – 12:00

Útstillingar og framsetning vöru

Vilt þú laða viðskiptavini að verslun þinni með vandaðri og fallegri útstillingu og framsetningu?

Í útstillingum og framsetningu vöru eru lyklar til að ná athygli og sölu. Á þessu námskeiði öðlast þú skilning á því hvernig og hvers vegna þetta er mikilvægt og getur lagt grunninn að fallegra útliti verslunar og glugga.

Námskeiðið veitir þekkingu á því hvers vegna útstillingar eru mikilvægar, það leiðir þig áfram fyrstu skrefin til að sjá muninn á góðri og slæmri framsetningu vöru. Með því að skoða dæmi sem sýna hvað hægt er að gera með einföldum eða flóknum aðferðum færð þú innsýn í notkun vörubera og sjóngripa. Við skoðum aðferðir til að byggja vörugrúppur og nota liti til hjálpar og einnig förum við í gegnum mikilvægi góðrar verðmerkinga.

Leiðbeinandi: Margrét Ingólfsdóttir, hún er menntaður útstillir frá Dupoint, er grafískur hönnuður frá LHÍ og með kennaramenntun frá KÍ.

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 12. nóvember kl. 8:30 – 11:00

 Námskeið í stjórnsýslurétti – samskipti stjórnvalda og fyrirtækja

Um leið og starfsemi hins opinbera verður viðameiri verður æ mikilvægara að aðilar séu meðvitaðir um rétt sinn í samskiptum við stjórnvöld.

Af því tilefni ætlar Páll Rúnar lögmaður FA að halda námskeið þar sem farið verður yfir þær meginreglur sem gilda í samskiptum stjórnvalda og fyrirtækja.

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 19. nóvember kl. 8:30-12:00                                                                    

 Markmiðasetning 

Farið er yfir forgangsröðun, framtíðarsýn og jafnvægi milli ólíkara þátta. Þátttakendur skilgreina kjarnaþætti í eigin tilveru. Kynntar eru leiðir til markmiðssetningar s.s. SMART markmið, ABCD forgangsröðun verkefna o.fl. Þátttakendur setja sér markmið og vinna með eigin áherslur.

Leiðbeinandi: Sigríður Hulda Jónsdóttir er með MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf og er nú í MBA námi

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 26. nóvember 8:30 10:30                                                                    

 Viðskiptafundir: Hjartað í fyrirtækinu

-fagmennska í fyrirrúmi/fram í fingurgóma 

Á þessu stutta og hnitmiðaða námskeiði er farið yfir ýmis grunnatriði sem tengjast fagmennsku á viðskiptafundum.  Velt er upp ýmsum grundvallarspurningum eins og af hverju ætti þetta fólk að vera í viðskiptum við mig og mitt fyrirtæki? Er betra að renna blint í sjóinn eða vera bæði með belti og axlarbönd? Er mikilvægt að halda glæsilegri ímynd okkar alla leið?

Leiðbeinandi: Sigríður Snævarr sendiherra

Sjá frekari upplýsingar um námskeið hér