Haust 2016

 

Fimmtudaginn 15.  september 8:30 – 10:30

Almannatengsl og markaðsmál

Hvað geri ég þegar pressan hringir? Forsvarsmenn minni og meðalstórra fyrirtækja lenda stundum fyrirvaralaust í ólgusjó fjölmiðlaumræðu og hafa ekki beinan aðgang að vönum almannatenglum.

Á námskeiðinu er fjallað um nokkur grundvallaratriði í almannatengslum og samskiptum fyrirtækja við fjölmiðla. Fjallað er um samspil markaðsmála og almannatengsla, mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum fjölmiðla og fyrirtækja og hversu brýnt er að fyrirtæki búi sig undir óvænt áfall í starfsemi sinni með markvissum hætti.

Leiðbeinandi: Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 22. september 8:30 10:30                                                                    

 Viðskiptafundir: Hjartað í fyrirtækinu

-fagmennska í fyrirrúmi/fram í fingurgóma 

Á þessu stutta og hnitmiðaða námskeiði er farið yfir ýmis grunnatriði sem tengjast fagmennsku á viðskiptafundum.  Velt er upp ýmsum grundvallarspurningum eins og af hverju ætti þetta fólk að vera í viðskiptum við mig og mitt fyrirtæki? Er betra að renna blint í sjóinn eða vera bæði með belti og axlarbönd? Er mikilvægt að halda glæsilegri ímynd okkar alla leið?

Leiðbeinandi: Sigríður Snævarr sendiherra

Sjá frekari upplýsingar um námskeið hér

 

Fimmtudaginn 29. september  kl. 8:30 – 11:00

 Námskeið í stjórnsýslurétti – samskipti stjórnvalda og fyrirtækja

Um leið og starfsemi hins opinbera verður viðameiri verður æ mikilvægara að aðilar séu meðvitaðir um rétt sinn í samskiptum við stjórnvöld.

Af því tilefni ætlar Páll Rúnar lögmaður FA að halda námskeið þar sem farið verður yfir þær meginreglur sem gilda í samskiptum stjórnvalda og fyrirtækja.

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 6. okóber kl. 8:30-12:00 

Verkefnastýring með OneNote og Outlook

Á námskeiðinu er fjallað um hvernig hægt er að nota OneNote og Outlook til að halda utan um og skipuleggja verkefni.

Þátttakendur þurfa að koma með fartölvu með sér á námskeiðið og til þess að námskeiðið nýtist sem best er nauðsynlegt að hafa OneNote uppsett hjá sér.

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Advanía

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginnn 13. október kl. 8:30 – 11:30

Lengi býr að fyrstu gerð – útlit og ímynd þjónustufyrirtækja

Fjallað er um hvernig ásýnd, útlit og snyrtimennska skapa ímynd þjónustufyrirtækja.  Öll samskiptaform vinnustaðarins er rýnd frá a-ö það er frá því viðskiptavinurinn hefur samband, mætir á taðinn og þar til hann kveður.  Á námskeiðinu eru þátttakendur fengir til að meta hvar þeir standa vel, hvar og hvermig má efla ímynd fyrirtækisins.

Leiðbeinandi: Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 20. október kl. 8:30 – 11:30

Teymisvinna – Hvað þarf til að teymi skili árangri?

Flestir kannast við orðin teymi og teymisvinna, en það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir hvað felst í þessum hugtökum.  Margir hafa jafnvel verið settir í teymi eða átt að stýra teymi án nokkura leiðbeininga eða þjálfunar. Teymastarf verður nefnilega ekki til með því að skipa fólk í hóp og kalla hópinn teymi og leiðtogi teymis verður ekki leiðtogi þess bara að því að sá titil er á nafnspjaldinu.

Leiðbeinandi: Steinunn Stefánsdóttir ráðgjafi og eigandi Starfsleikni.

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 27. október kl. 8:30 – 12:00

Nýjar víddir í stjórnun

Hvernig geta stjórnendur nýtt sér tilfinningagreind og núvitund á sviði stjórnunar til að ná framúrskarandi árangri?

Hvað er tilfinningagreind (emotional intelligence) og virk vitund (núvitund, árvekni, mindfulness)og hvaða áhrif hefur hún á þekkingaröflun, sköpunargleði, heilbrigði og árangur starfsmanna og fyrirtækis í heild.

Leiðbeinandi:Guðný Reimarsdóttir, framkvæmdastjóri Virkrar Vitundar ehf. er viðskiptafræðingur og hefur auk þess lokið MBA námi frá Háskóla Reykjavíkur

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér

 

Fimmtudaginn 3. nóvember  kl. 8:30 – 12:00

Útstillingar og framsetning vöru

Vilt þú laða viðskiptavini að verslun þinni með vandaðri og fallegri útstillingu og framsetningu?

Í útstillingum og framsetningu vöru eru lyklar til að ná athygli og sölu. Á þessu námskeiði öðlast þú skilning á því hvernig og hvers vegna þetta er mikilvægt og getur lagt grunninn að fallegra útliti verslunar og glugga.

Námskeiðið veitir þekkingu á því hvers vegna útstillingar eru mikilvægar, það leiðir þig áfram fyrstu skrefin til að sjá muninn á góðri og slæmri framsetningu vöru. Með því að skoða dæmi sem sýna hvað hægt er að gera með einföldum eða flóknum aðferðum færð þú innsýn í notkun vörubera og sjóngripa. Við skoðum aðferðir til að byggja vörugrúppur og nota liti til hjálpar og einnig förum við í gegnum mikilvægi góðrar verðmerkinga.

Leiðbeinandi:Margrét Ingólfsdóttir, hún er menntaður útstillir frá Dupoint, er grafískur hönnuður frá LHÍ og með kennaramenntun frá KÍ.

Sjá frekari upplýsingar um námskeiðið hér