Fæðubótar- og heilsuvörur

Árið 2006 tók til starfa hópur fæðubóta- og heilsuvöruinnflytjenda innan Félags atvinnurekenda. Hlutverk hópsins er að vera málsvari aðildarfyrirtækja út á við, bæði í samskiptum við stjórnvöld og markaðinn almennt. Með gildistöku reglugerðar nr. 624/2004 um fæðubótarefni fluttist málaflokkurinn til Umhverfisstofnunar (UST) og markaðseftirlitið til Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.

Fæðubótar- og heilsuvöruinnflytjendur í Félagi atvinnurekenda hafa orðið óþægilega varir við ósamræmi í skilningi og vinnubrögðum ríkisstofnanna. Þrátt fyrir flutning málaflokksins virðist sem tollayfirvöld leiti enn samþykkis Lyfjastofnunar fyrir innflutningi fæðubótarefna og heilsuvöru og haldi vörum í tolli þar til Lyfjastofnun hefur heimilað innflutning. Á það jafnt við um nýjar vörur sem og um vörur sem fluttar hafa verið til landsins um árabil. Hafa fæðubótar – og heilsuvöruinnflytjendur af þeim sökum orðið fyrir óþægilegum og óþarfa töfum og fjárútlátum við innflutning sinn.

Um fæðubótarefni og heilsuvörur gilda almennar reglur um matvæli og auk þess sérreglur sem byggðar eru á reglum Evrópusambandsins. Telur hópurinn að ekki liggi ljóst fyrir hvaða reglum yfirvöld beiti við ákvörðun á lögmæti innflutnings fæðubótar- og heilsuvöru. Einnig telur hópurinn að gildandi reglur fyrir íslenskan markað séu ekki nægilega aðgengilegar og að gegnsæi reglnanna sé ábótavant. ´

Stjórn:

Þórarinn Þórhallsson (formaður)

Árni Geir Jónsson