Kjararáð

Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna félagsmanna sinna, sem og annarra, í kjaraviðræðum við VR/LÍV, Rafiðnaðarsamband Íslands, Grafíu – stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum og Lyfjafræðingafélag Íslands. Gerð kjarasamninga er í höndum kjararáðs félagsins sem skal skipað fimm mönnum. Þrír eru kjörnir á aðalfundi félagsins til þriggja ára í senn og auk þeirra sitja í kjararáði formaður FA og framkvæmdastjóri.

 

Í kjararáði sitja:

Guðrún Ragna Garðarsdóttir formaður Félags atvinnurekenda

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

Eiríkur Guðleifssson, fjármálastjóri Hvíta hússins

María Bragadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Ósa (móðurfélags Icepharma og Parlogis)

Þorvaldur Guðmundsson verkefnastjóri og eigandi hjá Reykjafelli hf.