Sjávarútvegshópur

Félag atvinnurekenda hefur látið til sín taka á sviði sjávarútvegs og hefur því fengið til liðs við sig tvö sterk hagsmunasamtök, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) og Samtök íslenskra fiskimanna (SÍF). Sjávarútvegshópur FA er starfræktur í kringum málefni er varða sjávarútveginn, þ.e. veiði, vinnslu og útflutning. Telur FA mikilvægt að hafa sterkan hljómgrunn á þessu sviði enda skipta sjávarútvegs fyrirtæki íslenskan almenning miklu máli.

Stjórn:

Birgir S. Bjarnason, Íslenska umboðssalan ehf.

Eyþór Ólafsson, framkvæmdastjóri E. Ólafsson ehf.

Guðmundur Ingason, framkvæmdastjóri G.Ingason hf.

Tómas Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Ferskfisks ehf.

Hallgrímur Pálmi Stefánsson, formaður SÍF