Í liði með frjálsri samkeppni

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Félagið beitti sér í samkeppnismálum með ýmsum hætti og ítrekaði meðal annars stuðning sinn við upptöku samkeppnismats á vegum OECD. Félagið beitti sér gegn samkeppnisundanþágum í landbúnaði og vakti athygli á breyttum aðstæðum í samkeppnismálum vegna innkomu Costco á íslenska markaðinn.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA styður upptöku samkeppnismats

Starfsmenn Félags atvinnurekenda og fulltrúar nokkurra aðildarfyrirtækja áttu í dag hádegisverðarfund með Aniu Thiemann, einum af yfirmönnum samkeppnisdeildar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA styður mjólkurfrumvarp ráðherra

Félag atvinnurekenda hefur sent atvinnuvegaráðuneytinu jákvæða umsögn um drög að frumvarpi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem á að afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Hvetur félagið til þess að frumvarpið verði flutt og samþykkt á Alþingi.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA leggst gegn samkeppnisundanþágu vegna lambakjötsútflutnings: Enginn ávinningur fyrir neytendur

Félag atvinnurekenda leggst gegn því að Markaðsráði kindakjöts verði veitt undanþága frá samkeppnislögum til að efna til samstarfs sláturleyfishafa um útflutning á lambakjöti. Í svari við umsagnarbeiðni Samkeppniseftirlitsins bendir FA á að ávinningur neytenda af samstarfinu sé enginn, þvert á móti sé það þeim til tjóns vegna þess að verði sé haldið uppi. Skilyrði fyrir beitingu 15. greinar samkeppnislaga séu því ekki uppfyllt.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tollalækkanir efla samkeppni

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, bendir á það í Morgunblaðinu í dag að lækkun tolla og vörugjalda undanfarin ár – sem hefur verið eitt af baráttumálum FA – hafi eflt samkeppni á innanlandsmarkaði. Afnám tolla hafi verið ein forsenda þess að stórar verslanakeðjur á borð við Costco og H&M hafi ákveðið að opna verslanir á Íslandi.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Costco-áhrifin

Óhætt er að segja að sveitarfélög landsins noti ólíkar aðferðir til að laða að sér starfsemi fyrirtækja og búa þeim hagstætt rekstrarumhverfi. Í Viðskiptablaðinu í dag er fjallað um gagnrýni Félags atvinnurekenda á að mörg stór sveitarfélög, sem lækka nú álagningarprósentu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði til að mæta gífurlegum hækkunum á fasteignamati, sýni fyrirtækjunum ekki sömu sanngirni. Þrír forsvarsmenn sveitarfélaga verða fyrir svörum.[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/bMTRyFMKo14″ title=“Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar“][vc_video link=“https://youtu.be/w_T91rKiOaE“ title=“Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)“][vc_video link=“https://youtu.be/lysrTgZEiIc“ title=“Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins“][/vc_column][/vc_row]