ÍIV tekur þátt í viðskiptaþingi í Nýju Delí

10.12.2018
Prasoon Dewan, formaður IIBA, afhenti utanríkisráðherra gjöf.

Íslensk-indverska viðskiptaráðið (ÍIV), sem Félag atvinnurekenda hýsir og rekur, tók þátt í skipulagningu fjölmenns viðskiptaþings um samstarfstækifæri Íslands og Indlands í Nýju Delí á föstudaginn.

Málþingið var haldið í tengslum við fyrsta áætlunarflug WOW air til Nýju Delí og opinbera heimsókn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til Indlands, en með ráðherranum í för er um 40 manna viðskiptasendinefnd. Ýmis aðildarfyrirtæki ÍIV og FA eiga fulltrúa í sendinefndinni. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness og formaður Félags atvinnurekenda, er þar á meðal.

Ferðaþjónusta, matvæli og hátækni
Aðrir aðstandendur viðskiptaþingsins voru Íslandsstofa, utanríkisráðuneytið og WOW air. Á þinginu var sjónum einkum beint að ferðaþjónustu, matvælum og hátækni. Bala Kamallakharan, formaður ÍIV, tók saman helstu niðurstöður málþingsins. Þá tók Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna, sem eru samstarfsaðili ÍIV, til máls í upphafi þingsins.

Samstarfsmöguleikar óendanlegir
„Viðskipti milli ríkjanna hafa hingað til verið fremur lítil en samstarfsmöguleikarnir eru óendanlegir,“ sagði Guðlaugur Þór í opnunarávarpi sínu á þinginu. Hrósaði hann sérstaklega framlagi viðskiptaráðanna en um sjötíu fyrirtæki eru meðlimir í Íslensk-indverska viðskiptaráðinu og Indversk-íslensku viðskiptasamtökunum.

Dagskrá viðskiptaþingsins

 

 

Nýjar fréttir

Innskráning