Innflutningur á fersku kjöti og eggjum heimilaður

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]

Eitt af helstu baráttumálum FA undanfarin ár hefur verið að íslensk stjórnvöld hætti að brjóta EES-samninginn með banni við innflutningi á fersku kjöti og eggjum. Sigur vannst loks í þessu máli á árinu með samþykkt laga um að aflétta banninu og leyfa innflutning á þessum vörum.

FA átti í miklum rökræðum á ýmsum vettvangi við andstæðinga innflutningsins, sem beittu meðal annars fyrir sig lýðheilsurökum.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hömlur á innflutningi matvæla myndu koma hart niður á verði og úrvali

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, brást í beinni útsendingu í fréttum RÚV í kvöld við ummælum Karls G. Kristinssonar læknis og prófessors við HÍ, sem vill draga úr innflutningi á kjöti og grænmeti vegna meintrar hættu á auknu sýklalyfjaónæmi. Karl sagði í kvöldfréttunum að Íslendingar ættu að reyna að vera sjálfum sér nógir um mat.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Bændur og afurðastöðvar óhrædd við innflutning á kjöti

Innlendir kjúklinga- og svínabændur og afurðastöðvar í landbúnaði fengu samtals í sinn hlut rúmlega 41% af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur, sem úthlutað var fyrir fyrri helming ársins 2019 samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Bændur og afurðastöðvar flytja inn nærri 84% af öllum svínakjötskvótanum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir þessar tölur sýna vel að viðkomandi aðilar hafi engar áhyggjur af meintri heilbrigðisvá vegna kjötinnflutnings.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Innlent=hreint, útlent=óhreint?

Einkennilega svarthvít umræða hefur spunnizt um innflutning matvæla í framhaldi af dómum Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins, þess efnis að bann íslenzkra stjórnvalda við innflutningi á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk brjóti í bága við EES-samninginn.

Býsna margir virðast þeirrar skoðunar að ekki eigi að fara að dómsniðurstöðunni. Er þá ýmist vísað til efnahagslegra hagsmuna innlendra framleiðenda búvara eða …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA fagnar frumvarpi ráðherra um innflutning á ferskvöru

Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Með samþykkt frumvarpsins lýkur loks um áratugarlöngum brotum íslenskra stjórnvalda á EES-samningnum. Frumvarpið tryggir hag neytenda af auknu vöruúrvali og samkeppni, innflutningsfyrirtækja af því að tæknilegar viðskiptahindranir séu afnumdar …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skætingur eða málefnaleg umræða?

Morgunblaðið lýsir í leiðara síðastliðinn laugardag yfir andstöðu við að íslenzk stjórnvöld fari að dómum Hæstaréttar Íslands og EFTA-dómstólsins um að þau hætti brotum á EES-samningnum og leyfi innflutning á fersku kjöti og eggjum, í samræmi við samningsskuldbindingar sínar. Frumvarp landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem efnislega gengur út á að fara að niðurstöðum dómstólanna, kallar blaðið uppgjöf …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Yfirdýralæknir og sóttvarnalæknir: Frystiskyldan hefur lítil áhrif á annað en kampýlóbakter

Í ráðgjöf sóttvarnalæknis og yfirdýralæknis, sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sótti sér vegna smíði frumvarps um afnám frystiskyldu á innfluttu kjöti, kemur fram að frystiskyldan hafi fyrst og fremst áhrif á kampýlóbakter í kjöti, en hafi lítil áhrif á aðrar sjúkdómsvaldandi örverur eða sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þetta er í samræmi við niðurstöður Food Control Consultants, sem unnu skýrslu fyrir FA um mögulega heilbrigðisáhættu af innflutningi ferskra búvara.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hvað kostar að gera ekkert?

Það er enginn hörgull á heimsendaspám vegna frumvarps landbúnaðarráðherra, sem kveður á um að leyfa innflutning á fersku kjöti og eggjum og bregðast þannig við dómum Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. Bændasamtökin hafa látið reikna út fyrir sig tekjutap bænda upp á hátt í tvo milljarða en háværari eru þó raddirnar sem telja að sýklalyfjaónæmi og heilsu dýrastofna verði í hættu stefnt. Alls konar fólk stingur upp á því …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hagsmunir neytenda og atvinnulífs að brotum á EES verði hætt

Félag atvinnurekenda mætir í dag fyrir atvinnuveganefnd Alþingis og gerir grein fyrir umsögn sinni um frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um afnám banns við innflutningi á fersku kjöti og eggjum. FA bendir á að það sé mikið hagsmunamál jafnt neytenda sem atvinnulífsins í heild að brotum Íslands á EES-samningnum verði hætt og frumvarpið samþykkt. Sú takmarkaða erlenda samkeppni …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Stórir kjötinnflytjendur vara við innflutningi á kjöti

„Hópur um örugg matvæli“ stendur nú fyrir 18 milljóna króna auglýsingaherferð gegn innflutningi kjöts. Nokkrir af aðstandendum hópsins eru stórtækir kjötinnflytjendur. Hér er um að …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Svo var það bara allt í lagi

Félag atvinnurekenda vakti athygli á því fyrr í vikunni að drjúgur hluti hóps bændasamtaka og afurðastöðva, sem standa að auglýsingaherferð gegn innflutningi kjöts, stæði sjálfur í innflutningi á kjöti. Þetta fannst okkur skjóta svolítið skökku við.

Staðreyndin er sú að þrátt fyrir að talsmenn landbúnaðarins hafi talað eins og innflutningur kjöts frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Innlendir bændur og afurðastöðvar með 91% af tollkvóta fyrir svínakjöt frá ESB

Innlendir bændur og afurðastöðvar sækja í sig veðrið í innflutningi kjöts frá ríkjum Evrópusambandsins. Aðilar í íslenskum landbúnaði  hafa fengið úthlutað tæplega helmingi, eða 47,5%, af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjöt á seinni hluta ársins samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Þessi fyrirtæki munu flytja inn tæplega 91% tollkvótans í svínakjöti og tæplega 60% í alifuglakjöti, eins og sjá má í töflunni …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Nýi talsmaður kjötinnflytjenda

Sigmar Vilhjálmsson, nýráðinn talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, var í dálítið kostulegu viðtali á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið gekk út á það hvað innflutningur á svína- og alifuglakjöti væri varasamur.

Sigmar sagði að flutt væru inn 12% neyzlu landsmanna af kjúklinga- og svínakjöti. Það er reyndar ekki rétt tala …[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/44DTwu2PNZ8″ title=“Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay“][vc_video link=“https://youtu.be/s08Bc05unQc“ title=“Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima „][vc_video link=“https://youtu.be/gb7VBcElf5U“ title=“Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna“][/vc_column][/vc_row]