Innlegg FA í Evrópuumræðuna

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA hefur látið til sín taka í umræðum um kosti Íslands í Evrópumálum. Kannanir meðal félagsmanna undanfarin ár hafa sýnt að um 60% þeirra væru hlynntir því að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Í byrjun árs samþykkti stjórn FA ályktun, þar sem hvatt var til þess að ljúka viðræðunum og sagt misráðið að fækka valkostum Íslands í peningamálum með því að afturkalla umsóknina um aðild að ESB. Í lok mars var kynnt sviðsmyndagreining KPMG sem unnin var fyrir FA, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Alþýðusamband Íslands. Meðal helstu niðurstaðna greiningarinnar er að ákvörðun um að ganga í ESB og taka upp evruna myndi fela í sér heppilegra umhverfi til losunar gjaldeyrishafta á Íslandi.

FA aflaði upplýsinga og birti opinberlega um stöðu dómsmála fyrir EFTA-dómstólnum vegna misbrests á innleiðingu EES-reglna á Íslandi. Á einu ári var Ísland dregið ellefu sinnum fyrir dóminn af þeim sökum. Það er þvert á markmið Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar um að ekkert mál yrði fyrir dómstólnum fyrri hluta árs 2015 vegna misbrests á innleiðingu EES-reglna. FA benti á að það væri mikilvægt hagsmunamál fyrirtækja að sömu reglur giltu á öllu efnahagssvæðinu.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Misráðið að fækka valkostum Íslands

Stjórn Félags atvinnurekenda samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum í dag:

Stjórn Félags atvinnurekenda mótmælir áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja fram á nýjan leik tillögu um að slíta formlega aðildarviðræðum við Evrópusambandið og afturkalla umsókn Íslands um aðild að sambandinu.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

60% vilja halda áfram viðræðum

Sextíu prósent aðildarfyrirtækja FA telja að halda hefði átt aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Þetta kemur fram í nýrri könnun meðal félagsmanna, þar sem 64% fyrirtækja með beina félagsaðild svöruðu. Sama hlutfall sagðist telja að halda ætti aðildarviðræðum áfram í sambærilegri könnun á síðasta ári.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Losun hafta auðveldari með evru

Morgunverðarfundur KPMG var gríðarlega vel sóttur.

Ákvörðun um að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru myndi fela í sér heppilegra umhverfi til losunar gjaldeyrishafta á Íslandi. Þetta er meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndagreiningar KPMG, sem unnin var að beiðni Félags atvinnurekenda, Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Viðskiptaráðs Íslands.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ísland dregið ellefu sinnum fyrir EFTA-dómstólinn á einu ári

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) greindi frá því í morgun að Íslandi yrði stefnt fyrir EFTA-dómstólinn í tveimur málum vegna þess að stjórnvöld hefðu brugðist þeirri skyldu sinni að innleiða reglur Evrópska efnahagssvæðisins á réttum tíma.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Markmið Evrópustefnu langt frá því að nást

Íslensk stjórnvöld eru langt frá því að ná markmiðum Evrópustefnu sinnar frá því í mars í fyrra, samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem birt var í dag.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Vantar enn upp á markmið Evrópustefnu

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti í morgun nýtt yfirlit yfir frammistöðu EFTA-ríkjanna við innleiðingu EES-löggjafar. Eins og áður stendur Ísland sig verst allra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins í þeim efnum. Innleiðingarhallinn (hlutfall reglna sem ekki hafa verið leiddar í innlendan rétt) hefur þó lækkað úr 2,8% í nóvember á síðasta ári í 2,1% í maí síðastliðnum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]