Íslandspóstur dregur sig út úr samkeppni á ýmsum sviðum

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Félag atvinnurekenda hélt áfram uppi harðri gagnrýni á starfsemi Íslandspósts ohf. og samkeppni fyrirtækisins við einkafyrirtæki á ýmsum sviðum. FA fagnaði skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem út kom um mitt ár og sýndi fram á ýmis samkeppnisbrot ríkisfyrirtækisins, þótt skýrslan væri að mati félagsins ófullkomin úttekt og ýmsum spurningum væri enn ósvarað. FA hefur hvatt til þess að áfram verði unnið að því að fá upp á borðið allar þær röngu ákvarðanir stjórnenda Íslandspósts sem að lokum komu fyrirtækinu í greiðsluþrot, þannig að það þurfti milljarðaaðstoð frá skattgreiðendum.

Eftirlitsnefnd með framkvæmd sáttar Íslandspósts og Samkeppniseftirlitsins komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að ríkisfyrirtækið hefði brotið sáttina. Enn er beðið viðbragða Samkeppniseftirlitsins við þeirri niðurstöðu.

Forstjóraskipti urðu hjá Íslandspósti á árinu og byrjaði nýr forstjóri að selja frá félaginu ýmis dótturfyrirtæki í samkeppnisrekstri og lýsti yfir áformum um að hætta samkeppni við verslanir með sölu margs konar varnings á pósthúsum. FA fagnar þeim áfanga í baráttunni við ósanngjarna samkeppnishætti ríkisfyrirtækisins, þótt enn séu engan veginn öll kurl komin til grafar.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Gróf brot Íslandspósts á samkeppnissátt halda áfram – hvað gerir Samkeppniseftirlitið?

Íslandspóstur (ÍSP) heldur áfram að þverbrjóta sátt sína við samkeppnisyfirvöld með grófum hætti. Hinn 13. desember sl. var dótturfyrirtæki ÍSP, ePóstur, afskráð úr fyrirtækjaskrá og sameinað móðurfélaginu. Í 9. grein sáttar ÍSP og Samkeppniseftirlitsins frá því í febrúar 2017 kemur skýrt fram að ekki megi sameina nokkur dótturfélög Íslandspósti, þar á meðal ePóst, án samþykkis Samkeppniseftirlitsins og álits sérstakrar eftirlitsnefndar, sem framfylgir því að sáttin sé haldin.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Umsókn Póstsins um greiðslur úr jöfnunarsjóði er ólögmæt

Félag atvinnurekenda rökstyður í erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) að umsókn Íslandspósts ohf. um greiðslur úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna áranna 2013 til 2017 sé ólögmæt. Lög og reglugerð um póstþjónustu gera eingöngu ráð fyrir að sótt sé um framlög úr sjóðnum fyrirfram.

Fram hefur komið í fréttum að Íslandspóstur hyggist endurgreiða 1.500 milljóna króna lán frá skattgreiðendum …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Eftirlitsnefnd: „Sterkar vísbendingar“ um að Íslandspóstur hafi brotið samkeppnissátt

Eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar Íslandspósts ohf. og Samkeppniseftirlitsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að „sterkar vísbendingar“ séu um að Íslandspóstur hafi brotið gegn sáttinni með því að reikna ekki vexti á lán til dótturfélagsins ePósts. Félag atvinnurekenda kvartaði undan þessu broti á sáttinni til eftirlitsnefndarinnar í október síðastliðnum. Nefndin hefur enn ekki skilað niðurstöðu …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Röng og ólögmæt ákvörðun PFS

Félag atvinnurekenda gagnrýnir niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), sem hefur fallist á að veita Íslandspósti framlag úr galtómum jöfnunarsjóði alþjónustu. Lögmaður félagsins segir Póst- og fjarskiptastofnun í „júridiskum utanvegaakstri.“

Íslandspóstur sótti í október um afturvirkar greiðslur vegna meintrar alþjónustubyrði á árunum 2013-2017. Félag atvinnurekenda sendi PFS erindi, þar sem var rökstutt að umsóknin …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ríkisendurskoðun staðfestir samkeppnisbrot

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst, sem birt var í dag, er mikilvægt veganesti fyrir stjórnvöld að mati Félags atvinnurekenda. FA setur þó fyrirvara við ýmsar niðurstöður skýrslunnar.

Spurningum ósvarað
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að það valdi ákveðnum vonbrigðum að Ríkisendurskoðun skuli ekki veita afdráttarlausari svör við þeirri spurningu fjárlaganefndar Alþingis …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Eftirlitsnefnd: Íslandspóstur braut gegn samkeppnissátt

Eftirlitsnefnd með sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts, sem gerð var 2017, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Pósturinn hafi brotið gegn ákvæðum sáttarinnar með því að bera ekki undir Samkeppniseftirlitið samruna ePósts, dótturfyrirtækis síns, við móðurfélagið. Þetta er í samræmi við málflutning Félags atvinnurekenda, sem kvartaði til nefndarinnar vegna brota Íslandspósts á sáttinni. Nefndin kemst hins vegar einnig að þeirri niðurstöðu að Íslandspósti hafi verið skylt …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Snúningur Póstsins í boði neytenda og skattgreiðenda

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, var í viðtali í Markaði Fréttablaðsins í síðustu viku. Þar var dregin upp jákvæð mynd af þróun mála hjá ríkisfyrirtækinu, undir fyrirsögninni „Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti.“ Var meðal annars sagt frá því að dregið hefði úr hallarekstri fyrirtækisins og stefndi í að afkoman yrði við núllið á næsta ári.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/44DTwu2PNZ8″ title=“Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay“][vc_video link=“https://youtu.be/s08Bc05unQc“ title=“Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima „][vc_video link=“https://youtu.be/gb7VBcElf5U“ title=“Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna“][/vc_column][/vc_row]