Íslensk-evrópska viðskiptaráðið fór vel af stað

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Íslensk-evrópska viðskiptaráðið (ÍEV) var stofnað 2018 til að stuðla að eflingu viðskiptatengsla Íslands og ESB og beina athygli að mikilvægi viðskiptasamninga þessara aðila fyrir atvinnulífið. Á fyrsta heila starfsári sínu stóð ráðið fyrir þremur opinberum viðburðum og átti í ýmsum samskiptum við stjórnvöld, bæði hér á landi og í Evrópusambandinu.

Ásamt FA skipulagði ráðið fund um þriðja orkupakkann í janúar. Í maí var samhliða aðalfundi ráðsins haldið málþing um EES-samninginn og starfsumhverfi frumkvöðlafyrirtækja, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Í júní var haldinn morgunverðarfundur með franska öldungadeildarþingmanninum Olivier Cadic, sem fjallaði um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Þriðji orkupakkinn er ekki stóra breytingin

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að raforkulöggjöf Evrópusambandsins, sem tekin hafi verið upp í EES-samninginn, hafi haft í för með sér miklar umbætur á íslenskum orkumarkaði og þjónað íslenskum hagsmunum vel. Stóra breytingin í þeim efnum hafi orðið með raforkulögum, sem sett voru 2003, en þriðji orkupakkinn svokallaði sé aðeins viðbót við þá stóru breytingu. Á fundi FA og Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

EES breytti miklu fyrir frumkvöðlafyrirtæki

EES-samningurinn hefur reynst frumkvöðlafyrirtækjum mikilvægur. Vafasamt er að fyrirtæki á borð við Nox Medical eða Marel störfuðu hér á landi eða hefðu þróast í núverandi mynd, nyti hans ekki við. Þetta var á meðal þess sem fram kom á málþingi Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins og utanríkisráðuneytisins um EES-samninginn og starfsumhverfi frumkvöðlafyrirtækja, sem haldið var í gær í húsakynnum Félags atvinnurekenda. Horfa má á upptöku …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Brexit án samnings væri ringulreið fyrir viðskiptalífið

Ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu án samnings þýðir það algjöra ringulreið fyrir viðskiptalífið, sagði franski athafnamaðurinn og öldungadeildarþingmaðurinn Olivier Cadic á morgunverðarfundi FA og Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins í morgun. Cadic, sem hefur rekið fyrirtæki í Bretlandi í 22 ár, sagðist enn ekki hafa hitt breskan athafnamann sem teldi tækifæri felast í Brexit.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/44DTwu2PNZ8″ title=“Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay“][vc_video link=“https://youtu.be/s08Bc05unQc“ title=“Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima „][vc_video link=“https://youtu.be/gb7VBcElf5U“ title=“Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna“][/vc_column][/vc_row]