Kynferðislegt ofbeldi og áreitni ekki í boði

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Stjórn FA ályktaði vegna #metoo-byltingarinnar, þar sem konur sögðu frá kynferðislegri og kynbundinni áreitni, ofbeldi og mismunun á vinnustöðum. Stjórnin hvatti félagsmenn til að líða ekki slíkt í fyrirtækjum sínum og bauð fram aðstoð skrifstofu FA við að gera starfsmannastefnu, áhættumat og viðbragðsáætlanir þannig úr garði að skýrt væri að þvílíkt athæfi væri ekki í boði og að tekið yrði fast á því ef það kæmi upp.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin

Stjórn Félags atvinnurekenda fagnar þeirri umræðu sem farið hefur fram um kynferðislega og kynbundna áreitni, ofbeldi og mismunun í atvinnulífinu undir merkjum #metoo. Stjórnin hvetur félagsmenn FA eindregið til að tryggja að slíkt framferði líðist ekki í fyrirtækjum þeirra. Til þess þarf meðal annars skýra og aðgengilega starfsmannastefnu. Miðla þarf upplýsingum um hvert starfsmenn geti snúið sér verði þeir fyrir ofbeldi, áreitni eða einelti …“[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ekki í boði

Frásagnir kvenna af kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun í fyrirtækjum og stofnunum undir merkjum #metoo verða vonandi til þess að eigendur og stjórnendur fyrirtækja á Íslandi geri átak í að útrýma slíku úr vinnustaðamenningunni.[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/bMTRyFMKo14″ title=“Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar“][vc_video link=“https://youtu.be/w_T91rKiOaE“ title=“Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)“][vc_video link=“https://youtu.be/lysrTgZEiIc“ title=“Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins“][/vc_column][/vc_row]