Lækkun tryggingagjalds

Header

 

 

 

fa_adgerd4

Lækkun tryggingagjalds

Tillaga: Lækka tryggingagjald um 2 prósentustig, þar af 1 prósentustig strax.

  • Tryggingagjald hefur hækkað um 2,35 prósentustig frá því í byrjun árs 2009. Fyrst hækkaði svokallað atvinnu­tryggingagjald vegna fjármögnunar á Atvinnuleysistryggingasjóði. Eftir að at­vinnuleysi hefur lækkað hefur atvinnu-tryggingagjald lækkað en almennt tryggingagjald hækkað á móti. Heildar­hækkunin frá árinu 2009 stendur því nánast óbreytt ennþá.
  • Tryggingagjald er í raun launaskattur og sérlega þungur baggi fyrir þjónustu-og verslunarfyrirtæki þar sem launa-kostnaður vegur þungt í rekstri.
  • Ef tryggingagjald lækkar um eitt prósentustig lækkar kostnaður fyrir atvinnu-rekendur umtalsvert sem myndi t.d. nægja til að ráða um 1.700 nýja starfs­menn til starfa miðað við meðalárstekjur.

 

 

  • Lækkun tryggingagjalds um eitt prósentustig myndi lækka tekjur ríkissjóðs um ríflega 7,5 milljarða króna. Á móti gætu að hámarki 1.700 störf skapast sem gætu aukið skatttekjur ríkissjóðs um a.m.k. 3,5 milljarða króna. Ríkið sem launagreiðandi myndi einnig greiða u.þ.b. einum milljarði lægri fjárhæð í tryggingagjald.
  • Í heild gætu því nettóáhrif á ríkissjóð, til skemmri tíma, verið neikvæð um 3 milljarða króna sem myndu þó skila sér annars staðar og skapa jákvæð áhrif yfir lengra tímabil.
  1. Aukin fjárfesting
  2. Aukin neysla
  3. Skuldir greiddar örar niður 

 

 

 

12 tillögur Félags atvinnurekenda eru eftirfarandi:

Eignarhald bankaSlide1

Fjármögnunarleiðir fyrirtækjaSlide2

Leiðir gegn kennitöluflakkiSlide3

Lækkun tryggingagjaldsSlide4

Afnám verndartolla í landbúnaðicw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 1

Opinber innkaupSlide6

SamkeppnismálSlide7

Eðileg verðmyndun í sjávarútvegicw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 2

Endurskoðun ársreikningaSlide9

Eftirlitsgjöld stofnanaSlide10

Einföldun álagningar virðisaukaskattscw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 3

Birting ársreikningaSlide12