Látið á tollverndina reyna

FA hefur lagt mikla vinnu í að greina flókið kerfi verndartolla á búvörum, sem skekkja samkeppni og verðmyndun á búvörumarkaði og koma illa niður á neytendum. Félagið fékk með eftirgangsmunum fulltrúa í starfshópi landbúnaðarráðherra um tollamál og hélt þar fram málstað neytenda og innflutningsverslunar.FA hefur í samstarfi við Málflutningsstofu Reykjavíkur staðið að málarekstri sem miðar að því að láta reyna á það kerfi sem byggt hefur verið upp í kringum verndarstefnu stjórnvalda í þessum málaflokki. Þar má nefna mál vegna synjunar landbúnaðarráðherra á útgáfu tollkvóta vegna búvara sem ekki eru framleiddar á Íslandi og skortur er því á, ofurtolla á frönskum kartöflum og uppboð á tollkvótum, sem felur í sér óheimila aukaskattlagningu að mati félagsins.FA hefur ennfremur vakið athygli á misræmi í úthlutun tollkvóta, þar sem innlendir framleiðendur fá fremur ívilnun vegna hráefnisinnflutnings á grundvelli þess að viðkomandi vöru skorti, en að innflytjendur fái sambærilegar innflutningsheimildir.

Félagið hélt í júní kynningarfund fyrir fjölmiðla þar sem bent var á ýmis fáránleg dæmi um tollheimtu sem kemur hart niður á neytendum í þeim tilgangi einum að vernda örfáa innlenda framleiðendur. Besta dæmið um slíkt er líklega 76% tollur á frönskum kartöflum til að vernda einn framleiðanda sem annar um 5% af innlendri eftirspurn.

Þá hefur FA bent á að sívaxandi eftirspurn eftir innflutningskvóta fyrir búvörur á lágum eða engum tollum þýði að ríkið taki sífellt hærra gjald fyrir kvótana, en það étur upp ávinning neytenda af tollfrelsinu.

 

Lestu meira á atvinnurekendur.is:

-Félag atvinnurekenda krefst afturköllunar á ákvörðun ráðherra

 

Grisja frumskóg íslenskrar v…

Telja kvóta vera of dýran og ætla í mál

Innflutningur svínakjöts hagsmunamál

„Við erum búin að fá nóg“

Tollakerfið úr sér gengið og óskiljanlegt

Bítið – Ef íslensk svínarækt getur ekki …

Bítið – Kjötskortur, tollar og fríverslun …

Kynntu þér umfjöllun RÚV af málefninu:

Kynntu þér umfjöllun á visir.is, Bylgjunni og Stöð2:

Kynntu þér umfjöllun á vb.is:

Kynntu þér umfjöllun á mbl.is:

Deila
Tísta
Deila
Senda