Leiðarvísir um tiltekt í eftirlitsgjöldum

[vc_row 0=““][vc_column 0=““ width=“2/3″][vc_column_text 0=““]FA gaf snemma á árinu út skýrslu um eftirlitsgjöld ríkisins, en þau nema hundruðum. Meðal niðurstaðna hennar er að víða sé pottur brotinn varðandi álagningu gjaldanna og að þau standist oft ekki lög, reglur og dómafordæmi. Lagði félagið fram ýmsar tillögur til úrbóta og má kalla skýrsluna leiðarvísi um það hvernig hægt sé að taka til í eftirlitsgjöldunum og koma þeim á lögmætan grunn. Það ætti að vera gagnkvæmur hagur fyrirtækjanna og ríkisvaldsins, sem á undanförnum árum hefur ítrekað þurft að endurgreiða gjöld sem dómstólar hafa dæmt ólögmæt.

Eftirlitsgjaldaskýrslan var kynnt á fundi, þar sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra brást meðal annars við henni og hét því að beita sér fyrir því í fjármálaráðuneytinu að unnið yrði eftir þeim ábendingum sem fram kæmu í skýrslunni. Í framhaldinu átti FA fund með fjármálaráðherra og embættismönnum, þar sem farið var yfir mögulegar úrbætur.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Meirihlutinn telur ríkið ofrukka gjöld

Meirihluti svarenda í könnun Félags atvinnurekenda meðal félagsmanna, sem var gerð í janúar, telur að gjaldtaka ríkisins sé ekki í samræmi við veitta þjónustu. Þetta er í samræmi við niðurstöður kannana fyrri ára.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Víða pottur brotinn í eftirlitsgjöldum ríkisins

Gjöld sem lögð eru á atvinnulífið vegna opinbers eftirlits nema hundruðum. Samtals eru um sextíu gjaldtökuheimildir vegna eftirlitsgjalda í lögum og er hver og ein þeirra útfærð með reglugerðum eða gjaldskrám, sem geta kveðið á um tugi gjalda.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðherra tekur efni eftirlitsgjaldaskýrslunnar til sín

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði á fundi Félags atvinnurekenda í morgun að skýrsla félagsins um eftirlitsgjöld hins opinbera hefði komið honum ánægjulega á óvart. Þegar hann hefði fengið beiðni um að tala á fundinum hefði hann verið nýbúinn að fá tvo tölvupósta um dóma …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hver eftirlitsheimsókn kostar 1,2 milljónir

Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., sagði frá glímu fyrirtækisins við eftirlitsstofnanir á fundi Félags atvinnurekenda um eftirlitsgjöld ríkisins í morgun.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/bMTRyFMKo14″ title=“Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar“][vc_video link=“https://youtu.be/w_T91rKiOaE“ title=“Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)“][vc_video link=“https://youtu.be/lysrTgZEiIc“ title=“Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins“][/vc_column][/vc_row]