Í leit að vinnumarkaðsmódeli sem virkar

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Eftir því sem leið á árið kom æ betur í ljós að síðustu kjarasamningar opinberra starfsmanna urðu talsvert dýrari en kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, ekki síst vegna þess að stytting vinnuvikunnar varð mun ríflegri. FA gagnrýndi þessa þróun og benti á að það gengi aldrei til frambúðar að hið opinbera væri leiðandi í hækkun launakostnaðar. Finna yrði vinnumarkaðsmódel sem virkaði; laun tækju mið af getu útflutningsgreina til að greiða laun og opinberir aðilar yrðu að laga sig að því.

Framkvæmdastjóri félagsins kallaði eftir nýrri „þjóðarsátt“ á borð við þá sem náðist í kringum árið 1990 og batt enda á langt tímabil innistæðulausra launahækkana sem brunnu upp í verðbólgu og gengisfellingum.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Á hið opinbera að hafa forystu um launahækkanir?

Nýlegar fréttir um launaþróun og hækkun launakostnaðar eru alvarlegt umhugsunarefni. Í greiningu Hagdeildar Landsbankans á gögnum Hagstofunnar um launaþróun kemur fram sú jákvæða frétt að laun verkafólks, þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hafi hækkað mest á almennum vinnumarkaði á síðasta ári, t.d. langt umfram laun stjórnenda. Markmið síðustu kjarasamninga var einmitt að hækka lægstu launin mest. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Jón og opinberi Jón

Frá því var sagt í vikunni að opinberir starfsmenn væru mun ánægðari með styttingu vinnuvikunnar en launþegar á almennum vinnumarkaði. Þannig segjast 64% opinberra starfsmanna frekar eða mjög ánægðir með styttinguna, en á einkamarkaðnum er hlutfallið 44%. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ný þjóðarsátt á nýju ári?

 Lykilatriði í því að fyrirtækin nái viðspyrnu eftir kórónuveirukreppuna og okkur takist að tryggja stöðugleika og batnandi lífskjör á Íslandi á næstu árum er þróunin á vinnumarkaði. Ýmsir viðburðir ársins sem senn er á enda auka ekki bjartsýni um að þróunin á vinnumarkaðnum styðji undir framtíðarsókn til lífskjara – en það má lengi vona. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row]