Litlir sigrar í baráttu fyrir lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Lækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði var áfram eitt af helstu baráttumálum FA. Félagið vakti með ýmsum hætti athygli á því hvernig skattbyrði fyrirtækjanna vegna húsnæðis hefur hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum og hversu ógegnsætt og sveiflukennt kerfið er. Öllum sveitarfélögum var send áskorun stjórnar félagsins um að bregðast við hækkunum fasteignamats með lækkun á skattprósentunni.

Árangurinn varð sá að fimm af tólf stærstu sveitarfélögum landsins lækkuðu álagningarprósentu fasteignaskatts fyrir árið 2022. Frá því að FA tók upp baráttu fyrir lækkun fasteignaskattanna árið 2016 hafa tíu sveitarfélög af þeim tólf stærstu lækkað álagningarhlutfallið. Betur má þó ef duga skal.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Háir fasteignaskattar einn þáttur í flutningum fyrirtækja

Viðskiptablaðið fjallar í síðasta tölublaði sínu um úttekt FA á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði í 12 stærstu sveitarfélögum landsins. Hún sýndi að þrátt fyrir að Reykjavíkurborg væri í hópi þeirra fjögurra sveitarfélaga, sem lækkuðu fasteignaskatta á fyrirtæki um áramótin, er skattur á atvinnuhúsnæði áfram hæstur í borginni af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

68% hækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á sex árum – FA skorar á sveitarfélögin að lækka álagningarprósentu

Stjórn Félags atvinnurekenda hefur samþykkt eftirfarandi ályktun, sem send hefur verið öllum sveitarfélögum í landinu: „Stjórn Félags atvinnurekenda skorar á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022.

…[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Lækka fasteignaskattarnir?

Íslensk fyrirtæki greiddu á síðasta ári 68% meira í fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði en þau gerðu 2015, þegar núverandi aðferð við útreikning fasteignamats var tekin upp. Fasteignaskatturinn er makalaust þægileg tekjulind sveitarfélaganna. Vegna þess að skatturinn reiknast af fasteignamati – sem hefur hækkað gífurlega undanfarin ár – hækka tekjurnar stöðugt.

…[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fimm af stærstu sveitarfélögunum lækka hlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði

Fimm af tólf stærstu sveitarfélögum landsins munu lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á næsta ári, samkvæmt frumvörpum til fjárhagsáætlana, sem eru nú alls staðar komin fram, eða samþykktri áætlun. Víðast hvar hækka þó tekjur sveitarfélaganna af atvinnueignum drjúgt umfram verðbólgu. Tvö sveitarfélög lækka álagningarprósentu á íbúðarhúsnæði en sjá ekki ástæðu til að gera það fyrir atvinnuhúsnæði.

…[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row]