Opinber innkaup

Félag atvinnurekenda hefur unnið að því að aukin sé hagkvæmni í opinberum rekstri m.a. með því að brýna fyrir stjórnvöldum að virða reglur um opinber innkaup. Bæði ríkissjóður sem og fyrirtæki í landinu hafa mikinn hag af því að rétt sé staðið að opinberum innkaupum og jafnræði haft að leiðarljósi. Því miður ferst það þó oft fyrir og því er mikilvægt að fyrirtæki leiti réttar síns, telji þeir á sér brotið.

Félag atvinnurekenda hefur farið fram fyrir hönd fyrirtækja m.a. með eftirfarandi hætti:

  • Reka mál fyrir kærunefnd útsboðsmála
  • Reka skaðabótamál fyrir dómstólum
  • Leita eftir rökstuðningi stjórnvalda í tengslum við val á tilboði

 

Félag atvinnurekenda hvetur félagsmenn til að leita til félagsins séu þeir í vafa um réttmæti starfshátta ríkisins í opinberum innkaupum.