Ísland Express ehf. gegn Ríkiskaupum/ íslenska ríkinu

Brot á lögum um opinber innkaup

Þann 29. maí 2009 gerði fjármálaráðuneytið samning við Icelandair ehf. um afslátt frá flugfargjöldum og önnur sérkjör. Eftir kæru Ísland Express ehf. til kærunefndar útboðsmála taldi kærunefndin að samningurinn hefur verið gerður í andstöðu við ákvæði laga um opinber innkaup þar sem um útboðsskyld kaup var að ræða.  Í kjölfarið bauð Ríkiskaup út kaup á flugmiðum í millilandaflugi í mars 2011 og skiluðu Ísland Express ehf. og Icelandair ehf. inn tilboðum. Báðum tilboðum var tekið og gerður rammsamningur við bæði félög. Ríkiskaup neitaði að afhenda Ísland Express ehf. afrit af tilboði Icelandair ehf., í samræmi við útboðsskilmála, og var sú ákvörðun kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem skikkaði Ríkiskaup til að afhenda félaginu gögnin. Á grundvelli m.a. þeirra gagna kærði Ísland Express val Ríkiskaupa á tilboði Icelandair ehf til kærunefndar útboðsmála. Þann 8. ágús 2012 kvað kærunefndin upp það álit sitt að Ríkiskaup væri skaðabótaskylt gagnvart Ísland Express ehf. vegna brot á lögum um opinber innkaup sem fólst í því að velja einnig tilboði Icelandair ehf., þrátt fyrir að það væri að jafnaði 200% hærra en tilboð Ísland Express.

 

Tenglar á úrskurði:

Úrskurður KNÚ í máli nr. 7/2010

Úrskurður KNÚ í máli nr. 12/2012

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-414/2012

 

Tenglar á fréttaumfjöllun:

http://www.rikiskaup.is/fraedsla/frettalisti/nr/722

http://www.vb.is/frettir/64089/

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/08/15/rikid-braut-log-med-thvi-ad-taka-tilbodi-icelandair-tharf-ad-greida-iceland-express-skadabaetur/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/15/brotid_a_iceland_express/