Samningaréttur

Félag atvinnurekenda hefur tekið að sér að aðstoða félagsmenn með samningaréttarleg álitaefni. Viðskiptalíf gengur mest megnis út á samningagerð og efndir samninga og því mikilvægt að vandað sé til verka þegar ráðist er í gerð samninga.

 

Félag atvinnurekenda hefur m.a.:

– aðstoðað félagsmenn við gerð leigu-, kaup- og ráðningarsamninga

– aðstoðað félagsmenn við rekstur álitamála sem rekja má til samninga

– veitt félagsmönnum almenna ráðgjöf á sviði samningaréttar.

 

Félag atvinnurekenda hvetur félagsmenn til að hafa samband við lögfræðing félagsins ef þeir standa frammi fyrir samningaréttarlegum álitaefnum.