Félag atvinnurekenda hefur lagt áherslu á að starfsmenn innan stjórnsýslunnar fari að tilskildum reglum svo að jafnræðis sé gætt og að málefnalegar forsendur liggi til grundvallar ákvörðunum stjórnvalda í einstökum málum. FA hefur beitt sér fyrir hönd félagsmanna í ýmsum málefnum á sviði stjórnsýslunnar og gætt þannig hagsmuna þeirra gagnvart hinu opinbera.
Félag atvinnurekenda tekur meðal annars að sér að:
– koma fram fyrir hönd félagsmanna vegna ágreiningsmála við stjórnvöld
– senda upplýsingakröfu til stjórnvalda á grundvelli upplýsingalaga
– sjá um bréfaskriftir fyrir félagsmenn við stjórnvöld
– reka mál fyrir kærunefndum / úrskurðarnefndum / áfrýjunarnefndum
Félag atvinnurekenda hefur reynslu af samskiptum við stjórnvöld og hvetur félagsmenn til að leita til FA vegna slíkra mála.