Skakkiturn ehf. gegn Tollstjóra.

Tollflokkun á Ipod Touch

 

Deilt var um tollflokkun á vörunni Ipod Touch. Tollstjóri flokkaði vöruna í flokk nr. 8521.9029, sem hljóð – og myndflutningstæki en kærandi krafðist þess að varan yrði tollflokkuð í tollskrárnúmer 8471.3000, sem sjálfvirk gagnavinnsluvél. Sá flokkur bar engan toll og engin vörugjöld. Ríkistollanefnd féllst ekki á kröfu kæranda og staðfesti niðurstöðu Tollstjóra. Krafist var endurskoðunar á umræddri ákvörðun fyrir dómstólum en málinu vísað frá á þeim grunni að með lögum hefði umrædd vara verið felld undir sérstakan tollflokk og í kjölfarið breytti Tollstjóri tollflokkun á vörunni. Af þeim sökum hafði Skakkiturn ehf. lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfur sínar. Hæstiréttur samþykkti síðar kröfu Skakkaturns að dómkvaddir yrðu matsmenn til að meta hvort Ipod Touch fullnægi skilyrðum þess að falla undir tollskrárnúmer 8471.3000.

 

Tenglar á úrskurði og dóma:

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 2/2010

Frávísun héraðsdóms í máli nr. E-1410/2011

Úrskurður Hæstaréttar um dómkvaðningu matsmanna í máli nr. H 407/2012

 

Tenglar á fréttaumfjöllun:

http://www.dv.is/frettir/2011/3/31/apple-stefnir-islenska-rikinu/

http://www.visir.is/apple-stefnir-rikinu-til-ad-fa-tollum-lett-af-ipod-touch/article/2011703319933

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/10/tollaflokkur_ipod_touch_endurmetinn/

http://www.dv.is/frettir/2012/8/13/gert-ad-meta-tollaflokkun-ipod-touch/