Tollflokkun á Ribena ávaxtaþykkni

Deilt var um tollflokkun á vörunni Ribena Solber Light. Óskað var eftir bindandi áliti til tollstjóra um tollflokkun á vörunni og samkvæmt áliti tollstjóra tollflokkaði vöruna í tollskrárnúmer 2106.9039.  Kærandi, Icepharma hf., krafðist þess að bindandi álit Tollstjóra yrði fellt úr gildi og varan tollflokkuð í tollskrárnúmer 2009.8026. Ríkistollanefnd féllst á kröfu kæranda  og felldi álit Tollstjóra úr gildi sem og tollflokkaði vöruna skv. kröfu kæranda, þ.e. í tollskrárnúmer 2106.9039. Vörugjöldin eru því 16 kr. á hvern lítra í stað 160 kr. áður. Ljóst er að heildaráhrif þessara breytinga nema tugmilljónum á hverju ári.