Mikill áhugi á viðskiptum Íslands og Kína

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Starf Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins var líflegt að vanda. Ráðið tók á móti kínverskum viðskiptasendinefndum og efndi til ýmissa viðburða. Mikill áhugi er í báðum löndum á viðskiptum Íslands og Kína.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ári apans fagnað

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, sem Félag atvinnurekenda hýsir, og Kínversk-íslenska menningarfélagið héldu vel sóttan áramótafagnað í gærkvöldi. Því var fagnað að ár apans gengur í garð í Kína.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Viðskiptatækifæri í Hebei í Kína

Viðskiptasendinefnd frá Hebei-héraði í Kína heimsótti í morgun Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, sem hýst er á skrifstofum Félags atvinnurekenda. Yfirvöld og fyrirtæki í Hebei, sem er 70 milljóna manna hérað umhverfis höfuðborgina Peking, hafa áhuga á auknum viðskiptum við Ísland.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Nýr samningur um eflingu Kínaviðskipta

Íslensk- kínverska viðskiptaráðið, sem Félag atvinnurekenda hýsir, fékk í morgun heimsókn frá fulltrúum Alþjóðaviðskiptaráðs Kína (China Council for the Promotion of International Trade, CCPIT). Tilgangur fundarins er að undirbúa undirritun nýs samstarfssamnings ÍKV og CCPIT um eflingu gagnkvæmra viðskipta milli Íslands og Kína.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Málþing um viðskiptatækifæri í Xiamen

Málþing um viðskiptatækifæri í Xiamen-borg í Kína verður haldið á Hótel Sögu 30. maí næstkomandi kl. 10-11.30. Að málþinginu standa Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, Íslandsstofa, Sendiráð Alþýðulýðveldisins Kína og borgarstjórn Xiamen. Viðskiptasendinefnd frá Xiamen verður stödd á Íslandi og verða fulltrúar frá yfirvöldum og fyrirtækjum í borginni viðstaddir málþingið, sem fer fram á ensku og kínversku.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Morgunverðarerindi og aðalfundur ÍKV

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 31. maí næstkomandi. Áður en hefðbundin aðalfundarstörf hefjast heldur Ragnar Baldursson,  sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Peking, erindi undir yfirskriftinni „Framtíð Kína í fortíðarljósi“. Ragnar kynnir meðal annars nýútkomna bók sína, Ninteen Seventy-Six, Penguin China Special.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row]