Mismunun vegna gengislána

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA lét deilumál vegna gengislána áfram til sín taka. Félagið fór þess á leit við Fjármálaeftirlitið að það tæki til skoðunar meðferð Landsbankans á leiðréttingum til fyrirtækja vegna gengistryggðra lána. Þá benti félagið á að fyrirtæki ættu inni verulegar fjárhæðir hjá fjármálastofnunum vegna dóma Hæstaréttar sem féllu undir lok ársins.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FME kanni mismunun vegna gengislána

Félag atvinnurekenda hefur farið þess á leit við Fjármálaeftirlitið að það taki til rannsóknar meðferð Landsbankans á leiðréttingum til fyrirtækja vegna gengistryggðra lána. Að mati FA hafa fyrirbæri í sambærilegri stöðu gagnvart bankanum verið meðhöndluð með ólíkum hætti. Erindi var sent FME í júní og barst svar í ágúst, þar sem fram kom að ábendingin yrði skoðuð og metið hvort ástæða væri til frekari athugunar. Svipað erindi var sent Samkeppniseftirlitinu, sem hafnaði því hins vegar að taka málið til rannsóknar.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA telur fyrirtæki eiga inni hjá bönkunum vegna gengislánadóma

Nýlegir dómar Hæstaréttar þýða að mati Félags atvinnurekenda að mörg fyrirtæki eiga von á verulegum endurgreiðslum frá lánveitendum sínum. Stöð 2 fjallaði um málið 27. desember.

Í dómunum sem um ræðir komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn hefði ranglega endurreiknað vexti af lánum sem voru gengistryggð með ólögmætum hætti.

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row]