Mjólkursamsalan mismunar innlendum matvælaiðnaði

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]FA benti á þá grófu mismunun, sem felst í því að Mjólkursamsalan, sem er í einokunarstöðu á mjólkurmarkaði í skjóli undanþágu frá samkeppnislögum, kæmist upp með að selja innlendum matvælafyrirtækjum mjólkur- og undanrennuduft á miklu hærra verði en erlendir viðskiptavinir MS þurfa að greiða. Fyrirtækið kemst upp með þetta í skjóli samkeppnisundanþágunnar og ofurtolla sem lagðir eru á innflutt mjólkurduft. Niðurstaðan er sú að matvælafyrirtæki sem framleiða t.d. ís, sælgæti, kökur, kex, osta og unnar kjötvörur, eru þvinguð til að skipta við fyrirtækið.

Félagið benti líka á að ekki einu sinni íslenskur mjólkuriðnaður sjálfur liti svo á að íslenskar prótínvörur eins og skyr og undanrennuduft væru samkeppnisfærar. Þannig velur dótturfyrirtæki MS að framleiða skyr úr erlendu undanrennudufti fyrir erlenda markaði og fullnýtir ekki tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir skyr á Evrópumarkaði.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

MS mismunar innlendum matvælaiðnaði

Innlend matvælaframleiðsla nýtur almennt velvildar íslenzkra neytenda og flestir eru sammála um að búa eigi matvælafyrirtækjum þannig rekstrarumhverfi að þau séu í stakk búin að taka þátt í frjálsri samkeppni, jafnt á innlendum sem alþjóðlegum markaði. Svo eru reyndar sumir þeirrar skoðunar að innlend framleiðsla eigi að njóta verndar fyrir samkeppni, t.d. með háum tollum og undanþágum frá samkeppnislögum. Það er raunin í tilviki landbúnaðarins og tengdra framleiðslugreina. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Varan okkar er ekki samkeppnisfær – kaupið hana samt

Íslenzk matvælafyrirtæki þurfa mörg hver að nota mjólkur- og undanrennuduft í framleiðslu sína, sum í stórum stíl. Þessi hráefni eru notuð t.d. í súkkulaði og annað sælgæti, ís, kex og kökur og unnar kjötvörur. Tvær aðgerðir stjórnvalda ráða því að innlendur matvælaiðnaður er þvingaður til að kaupa þessar vörur af einu fyrirtæki, Mjólkursamsölunni, á verði sem er langt yfir heimsmarkaðsverði. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row]