Öflugt starf ÍKV á 20 ára afmælinu

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, sem FA hýsir, átti 20 ára afmæli á árinu. Starf ráðsins var öflugt á afmælisárinu. Í maí var haldin fjölsótt ráðstefna um kínverska ferðamenn á Íslandi. Tekið var á móti viðskiptasendinefndum, meðal annars frá Dalian-héraði í Kína.

Í september var haldið vel heppnað stefnumót íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja frá borginni Foshan í Kína. Yfir 30 fyrirtæki tóku þátt. Í október var haldið afmælismálþing um reynsluna af fríverslunarsamningi Íslands og Kína. Við sama tækifæri var Sigtryggur R. Eyþórsson, framkvæmdastjóri Xco og fyrsti formaður ÍKV, útnefndur heiðursfélagi ráðsins.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skriffinnska við vegabréfsáritanir hindrun í vegi kínverskra ferðamanna

Kína-1Mikil skriffinnska og umstang við að fá vegabréfsáritun til Íslands, eins og annarra aðildarlanda Schengen-samkomulagsins, er hindrun í vegi kínverskra ferðamanna sem vilja sækja Ísland heim. Þetta var á meðal þess sem fram kom á fjölsóttri málstofu Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins (ÍKV) og Íslandsstofu á Hótel Hilton Reykjavík Nordica í morgun.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

ÍKV tekur á móti viðskiptasendinefnd frá Dalian

Kína-2Stjórn og framkvæmdastjóri Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins tóku í morgun á móti viðskiptasendinefnd frá Dalian-borg í Kína. Á fundinum kom fram áhugi Kínverjanna á auknum viðskiptum við Ísland, meðal annars fjárfestingum í ferðaþjónustu og kaupum á makríl af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Vel heppnað fyrirtækjastefnumót

Kína-3Stefnumót íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja frá borginni Foshan í Kína, sem haldið var á Grand Hóteli í morgun, tókst vel og yfir 30 fyrirtæki tóku þátt.

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, Félag atvinnurekenda og Íslandsstofa héldu viðburðinn í sameiningu. Sautján fyrirtæki komu frá Foshan, sem er iðnaðarborg í miklum vexti, staðsett nálægt Hong Kong og Makaó. Fjórtán íslensk fyrirtæki mættu til fundarins.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Gífurleg tækifæri en hnökrar á framkvæmdinni

Kína-4Fríverslunarsamningur Íslands og Kína hefur stuðlað að auknum viðskiptum ríkjanna, en gífurleg tækifæri eru enn ónýtt. Ýmsir hnökrar eru enn á framkvæmd samningsins, en stjórnvöld beggja ríkja vinna að því að draga úr þeim. Þetta er á meðal þess sem fram kom á málþingi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins, FA og sendiráðs Alþýðulýðveldisins Kína í gær.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Sigtryggur heiðursfélagi ÍKV

Sigtryggur Rósmar Eyþórsson, framkvæmdastjóri Xco ehf., var í gær útnefndur fyrsti heiðursfélagi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins á 20 ára afmælismálþingi ráðsins.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]